17 júní samningur

Málsnúmer 202505167

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 109. fundur - 05.06.2025

Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi kom inn á fund kl. 09:40
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Jón stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fóru yfir drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur um að skipuleggja 17. júní í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð gerir ekki athugasemd við samningsdrög og samþykkir hann með þremur atkvæðum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fór af fundi 09:50

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 109. fundi menningarráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Jón stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fóru yfir drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur um að skipuleggja 17. júní í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Menningarráð gerir ekki athugasemd við samningsdrög og samþykkir hann með þremur atkvæðum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind samningsdrög með breytingum sem gerðar hafa verið eftir fund menningarráðs.
Til máls tók:

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur um 17. júní til þriggja ára, 2025-2027.