Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 146. fundur - 02.04.2025

Almennt fara yfir stöðuna á verkefninu.
Framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu vegar er komið og hægt að fara i verðkönnun.

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Veitustjóri kynnir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Fyrir fundinum liggur tillöguteikning og afstöðumynd, auk þess verður lögð fram á fundinum frumkostnaðaráætlun.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni og í honum eigi sæti:
Benedikt Snær Magnússon, formaður veitu- og hafnaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, varaformaður.
Veitustjóri.
Fulltrúi úr byggðaráði.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:04.

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur tillöguteikning og afstöðumynd, auk þess verður lögð fram á fundinum frumkostnaðaráætlun.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni og í honum eigi sæti:
Benedikt Snær Magnússon, formaður veitu- og hafnaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, varaformaður.
Veitustjóri.
Fulltrúi úr byggðaráði."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur til að Lilja Guðnadóttir verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um nýjan vatnstank í Upsa með þeirri skipan sem lögð er til.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Lilja Guðnadóttir taki sæti í vinnuhópnum og felur veitustjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir byggðaráð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að veitustjóri boði til fundar og haldi utan um störf vinnuhópsins.

Byggðaráð - 1152. fundur - 17.07.2025

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum liggur tillöguteikning og afstöðumynd, auk þess verður lögð fram á fundinum frumkostnaðaráætlun.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni og í honum eigi sæti:
Benedikt Snær Magnússon, formaður veitu- og hafnaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, varaformaður.
Veitustjóri.
Fulltrúi úr byggðaráði."
Niðurstaða : Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að Lilja Guðnadóttir verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um nýjan vatnstank í Upsa með þeirri skipan sem lögð er til.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Lilja Guðnadóttir taki sæti í vinnuhópnum og felur veitustjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir byggðaráð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að veitustjóri boði til fundar og haldi utan um störf
vinnuhópsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa og voru þau kynnt á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.

Byggðaráð - 1153. fundur - 31.07.2025

Á 1152.fundi byggðaráðs þann 17.júlí sl., var bókað eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.

Með fundarboði byggðaráðs voru eftirfarandi fylgiskjöl:
a) Erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa, auglýsa á útboð strax að lokinni Verslunarmannahelgi eða þann 5.ágúst nk.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir liggjandi erindisbréf vinnuhóps um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útboðsgögn og að útboð verði auglýst strax eftir Verslunarmannahelgi og frestur til þess að skila tilboðum verði til kl. 11:00 föstudaginn 22.ágúst nk.

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Yfirferð tilboða, fylgigagna og tilboðsskrár verður lokið á miðvikudag og niðurstaða verður kynnt á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1156. fundur - 04.09.2025

Á 1153. fundi byggðaráðs þann 31. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1152.fundi byggðaráðs þann 17.júlí sl., var bókað eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.
Með fundarboði byggðaráðs voru eftirfarandi fylgiskjöl:
a) Erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa, auglýsa á útboð strax að lokinni Verslunarmannahelgi eða þann 5.ágúst nk.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir liggjandi erindisbréf vinnuhóps um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útboðsgögn og að útboð verði auglýst strax eftir Verslunarmannahelgi og frestur til þess að skila tilboðum verði til kl. 11:00 föstudaginn 22.ágúst nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Frá Faglausnum; Fundargerð frá 26.08.2025 vegna opnunar á tilboðum.
Frá Faglausnum; Yfiferð innsendra tilboða.

Til umræðu ofangreint.

Almar og Knútur viku af fundi kl. 14:30.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1153. fundi byggðaráðs þann 31. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1152.fundi byggðaráðs þann 17.júlí sl., var bókað eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.
Með fundarboði byggðaráðs voru eftirfarandi fylgiskjöl:
a) Erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa, auglýsa á útboð strax að lokinni Verslunarmannahelgi eða þann 5.ágúst nk.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir liggjandi erindisbréf vinnuhóps um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útboðsgögn og að útboð verði auglýst strax eftir Verslunarmannahelgi og frestur til þess að skila tilboðum verði til kl. 11:00 föstudaginn 22.ágúst nk."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Frá Faglausnum; Fundargerð frá 26.08.2025 vegna opnunar á tilboðum.
Frá Faglausnum; Yfiferð innsendra tilboða.
Til umræðu ofangreint.
Almar og Knútur viku af fundi kl. 14:30.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögu að þeim tveimur tilboðum sem bárust vegna útboðs á vatnstanki Upsa verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að verkefnið verði boðið út að nýju og að vinnuhópurinn yfirfari útboðslýsinguna.

Veitu- og hafnaráð - 150. fundur - 19.09.2025

Gunnlaugur Svansson mætti ekki til fundar og ekki varamaður hans.
Á 1156.fundi byggðaráðs þann 4.september sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu.

Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögu að þeim tveimur tilboðum sem bárust vegna útboðs á vatnstanki Upsa verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að verkefnið verði boðið út að nýju og að vinnuhópurinn yfirfari útboðslýsinguna.
Vinnuhópurinn mun funda í næstu viku og yfirfara útboðslýsinguna.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 151. fundur - 05.11.2025

Lagt fram til kynningar staða á útboði á nýjum vatnstank.
Lagt fram til kynningar.