Samstarfssamningur vegna textíls

Málsnúmer 202505074

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 32. fundur - 16.05.2025

Fyrir fundinum lágu drög að samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um flutning á umframtextíl frá starfsstöð Rauða krossins á Akureyri til meðhöndlunar hjá móttökuaðila. Með samningnum skuldbindur Dalvíkurbyggð sig til að greiða Akureyrarbæ hlutdeild af kostnaði vegna meðhöndlunar og flutnings textíls. Kostnaðarskiptingin miðast við hlutfall íbúafjölda Dalvíkurbyggðar og heildaríbúafjölda þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í samstarfinu. Miða skal við íbúafjölda miðað við áramót, ár hvert
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum samningsdrög eins og þau liggja fyrir.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lágu drög að samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um flutning á umframtextíl frá starfsstöð Rauða krossins á Akureyri til meðhöndlunar hjá móttökuaðila. Með samningnum skuldbindur Dalvíkurbyggð sig til að greiða Akureyrarbæ hlutdeild af kostnaði vegna meðhöndlunar og flutnings textíls.
Kostnaðarskiptingin miðast við hlutfall íbúafjölda Dalvíkurbyggðar og heildaríbúafjölda þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í samstarfinu. Miða skal við íbúafjölda miðað við áramót, ár hvert
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum samningsdrög eins og þau liggja fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um flutning á umfram textíl frá starfsstöð Rauða krossins á Akureyri.