Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi vegna Sjómannadagshátíðar

Málsnúmer 202505101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1147. fundur - 22.05.2025

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. maí sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá K6 veitingum ehf. vegna Sjómannadagshátíðar á Dalvik í Íþróttamiðstöðinni 31. maí nk.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. maí sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá K6 veitingum ehf. vegna Sjómannadagshátíðar á Dalvik í Íþróttamiðstöðinni 31. maí nk.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.