Selárland - breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202503039

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og þjónustusvæðis við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars 2025 var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og þjónustusvæðis við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Lögð fram tillaga á vinnsustigi, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnsustigi, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.