Verksamningur um þjónustu og ráðgjöf 2025

Málsnúmer 202505023

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Veitustjóri kynnir verksamning um þjónustu og ráðgjöf á árinu 2025.
Veitustjóra er falið að uppfæra fyrirliggjandi samning og leggja fyrir næsta fund veitu- og hafnaráðs. Samþykkt með 4 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Lagður fram fram verksamningur um þjónustu og ráðgjöf frá ISOR, sem hefur það að markmiði að halda utan um ýmis tilfallandi verkefni og verkefnastjórnun sem ÍSOR hafa með höndum fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram fram verksamningur um þjónustu og ráðgjöf frá ISOR, sem hefur það að markmiði að halda utan um ýmis tilfallandi verkefni og verkefnastjórnun sem ÍSOR hafa með höndum fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við ÍSOR um þjónustu og ráðgjöf.