Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 30. fundur - 15.01.2025

Erindi dagsett 6.janúar 2025 þar sem Efla verkfræðistofa f.h. Arctic Hydro ehf. sækir um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnið verði nýtt deiliskipulag til samræmis erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 376. fundur - 21.01.2025

Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.janúar 2025 þar sem Efla verkfræðistofa f.h. Arctic Hydro ehf. sækir um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnið verði nýtt deiliskipulag til samræmis erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráð og samþykkir að unnið verði nýtt deiliskipulag til samræmis við erindið frá Eflu Verkfræðistofu f.h. Arctic Hydro ehf. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal lauk þann 10.mars sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögu á vinnslustigi í samræmi við innkomnar umsagnir og í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Eflu verkfræðistofu, að nýju deiliskipulagi fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Eflu verkfræðistofu, að nýju deiliskipulagi fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytinga

Skipulagsráð - 40. fundur - 12.11.2025

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal, unnin af Eflu verkfræðistofu. Tilagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 5 MW vatnsaflsvirkjunar, stíflu og stöðvarhúss, ásamt lagingu vegslóða og 3,7 km langrar aðrennslispípu auk efnistökusvæðis.
Kynningu vinnslutillögu fyrir skipulagsáformin lauk þann 23.júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun, Náttúruverndarstofnun, Fiskistofu, Ferðafélagi Svarfdæla og Landsneti.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal, unnin af Eflu verkfræðistofu. Tilagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 5 MW vatnsaflsvirkjunar, stíflu og stöðvarhúss, ásamt lagingu vegslóða og 3,7 km langrar aðrennslispípu auk efnistökusvæðis.
Kynningu vinnslutillögu fyrir skipulagsáformin lauk þann 23.júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun,
Náttúruverndarstofnun, Fiskistofu, Ferðafélagi Svarfdæla og Landsneti.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.