Frá Innviðaráðuneytinu; Bréf til framkvæmdarstjóra sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 202504050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1145. fundur - 30.04.2025

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hver heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands er í krónum talið eru umfram þær forsendur sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort að sveitarfélögin ætli að bregðst sérstaklega við þessum kostnaðarauka og ef svo er, með hvaða ætti.

Heildarviðauki við launáætlun 2025 er í vinnslu og vonast er til að hægt verði að leggja hann fyrir byggðaráð á næsta fundi. Í þeim útreikningum munu koma fram áætluð heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands vegna ársins 2025.

Byggðaráð - 1147. fundur - 22.05.2025

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hver heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands er í krónum talið eru umfram þær forsendur sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort að sveitarfélögin ætli að bregðst sérstaklega við þessum kostnaðarauka og ef svo er, með hvaða ætti.
Niðurstaða : Heildarviðauki við launáætlun 2025 er í vinnslu og vonast er til að hægt verði að leggja hann fyrir byggðaráð á næsta fundi. Í þeim útreikningum munu koma fram áætluð heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands vegna ársins 2025."

Heildarviðauki við launaáætlun 2025 var tekinn fyrir og samþykktur í sveitarstjórn á 380. fundi þann 13. maí sl. að upphæð kr. 27.946.449 nettó. Hækkunin brúttó vegna málaflokks 04, fræðslu- og uppeldismál, er 38.332.439.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hver heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands er í krónum talið eru umfram þær forsendur sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort að sveitarfélögin ætli að bregðst sérstaklega við þessum kostnaðarauka og ef svo er,með hvaða ætti.
Niðurstaða : Heildarviðauki við launáætlun 2025 er í vinnslu og vonast er til að hægt verði að leggja hann fyrir
byggðaráð á næsta fundi. Í þeim útreikningum munu koma fram áætluð heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands vegna ársins 2025."
Heildarviðauki við launaáætlun 2025 var tekinn fyrir og samþykktur í sveitarstjórn á 380. fundi þann 13. maí sl. að upphæð kr. 27.946.449 nettó. Hækkunin brúttó vegna málaflokks 04, fræðslu- og uppeldismál, er 38.332.439.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi svarbréf sveitarstjóra.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi svarbréf sveitarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi viðbrögð sveitarfélagsins við kostnaðarauka vegna kjarasamninga við Kennarasamband Íslands.