Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi Hauganess og vinnslu nýs deiliskipulags fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi Hauganess og vinnslu nýs deiliskipulags fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af teiknistofunni NordicArch, að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sk. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af teiknistofunni NordicArch, að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Framkvæmdasviði er falið að skoða skipulagsmörk gildandi deiliskipulags Dalvíkurbyggðar fyrir Hauganes og þessari tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes.

Skipulagsráð - 40. fundur - 12.11.2025

Lögð fram til umræðu tillaga framkvæmdaraðila að stækkun fyrirhugaðs frístundasvæðis við Hauganes.
Tillagan gerir ráð fyrir sex 40 m2 smáhýsum á svæði norðan megin við núverandi tjaldsvæði, ásamt því að staðsetningu fyrirhugaðs hótels hefur verið breytt.
Skipulagsráð hafnar tillögu að stækkun frístundabyggðar.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.