Á 287. fundi félagsmálaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu dags. 21.05.2025 þar sem óskað er eftir uppfærðri tölfræði á skipun í ráð og nefndir svetiarfélagsins. Uppfylli sveitarfélög ekki kröfur 28.gr.laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal færa fyrir því rök í svarpóstinum.
Niðurstaða : Félagsmálaráð fór yfir lista nefndarmanna í nefndum og ráðum Dalvíkurbyggðar. Í heildina er kynjahlutfallið ásættanlegt, mætti vera betra í einstaka ráðum. Í upphafi kjörtímabils var kynjahlutfall í lagi en með brottfalli einstakra kjörinna fulltrúa hefur hlutfallið aðeins raskast og má rekja það til þess að erfitt hefur verið að manna í nefndir og ráð. Vísað til staðfestingar í sveitastjórn."