Umsókn um búfjárhald

Málsnúmer 202505039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 32. fundur - 16.05.2025

Tekin fyrir umsókn Valgerðar Sifjar Hauksdóttur um leyfi til þess að halda 5 hænur í garði sínum að Böggvisbraut 2 á Dalvík.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir umsóknina samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. mai sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn Valgerðar Sifjar Hauksdóttur um leyfi til þess að halda 5 hænur í garði sínum að Böggvisbraut 2 á Dalvík.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir umsóknina samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og veitir leyfi fyrir 5 hænum í garði að Böggvisbraut 2.