Losun úrgangs í Friðlandi Svarfdæla

Málsnúmer 202306090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Með erindi, dagsettu 15. júní 2023, gerir Sigríður Magnúsdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar athugasemdir við losunarstaði fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla. Hún bendir á að báðir losunarstaðir séu reknir án starfsleyfis auk þess sem starfsemin samræmist ekki reglum um Friðland Svarfdæla og sé ekki heimild fyrir í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisstofnun óskar eftir upplýsingum frá Dalvíkurbyggð um hvernig sveitarfélagið hyggst bregðast við ábendingunum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við skipulagsráð að finna aðra losunarstaði sem eru í samræmi við stefnu gildandi Aðalskipulags og sækja um starfsleyfi fyrir nýjum stöðum.
Flutningur á losunarstöðum úr Höfða og hreinsun á núverandi svæðum er vísað til fjárhagsáætlunar 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.