Umsókn um grenndargáma

Málsnúmer 202504078

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 32. fundur - 16.05.2025

Helga Íris vék af fundi kl. 10:30 og Óðinn Steinsson tók við ritun fundargerðar.
Með umsókn dagsettri 18. apríl 2025 óskar Guðlaug Kristbjörg Jónsdóttir eftir því að komið verði upp grenndargámum á Hauganesi og Árskógssandi. Vísar hún í það hversu langt er á móttökustöð á Dalvík og að fordæmi séu fyrir grenndargámum í öðrum sveitarfélögum.
Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna hentugar staðsetningar fyrir grenndarstöðvar á Árskógssandi og á Hauganesi fyrir gjaldfrjálsa úrgangsflokka.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 18. apríl 2025 óskar Guðlaug Kristbjörg Jónsdóttir eftir því að komið verði upp grenndargámum á Hauganesi og Árskógssandi. Vísar hún í það hversu langt er á móttökustöð á Dalvík og að fordæmi séu fyrir grenndargámum í öðrum sveitarfélögum.
Niðurstaða : Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna hentugar staðsetningar fyrir grenndarstöðvar á Árskógssandi og á Hauganesi fyrir gjaldfrjálsa úrgangsflokka.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og feli deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að finna hentugar staðsetningar á Árskógssandi, Hauganesi og Dalvík. Deildarstjóra falið að sækja um viðauka ef kostnaður fellur ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Útfærsla verði kynnt varðandi opna grenndargáma fyrir gjaldfrjálsa úrgangsflokka fyrir byggðaráði og umhverfis-og dreifbýlisráði.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar að afgreiðslu og bókun.