Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Umræða um gjaldskrá íþróttamiðstöðvar árið 2026 og hugsanlegar breytingar ef þurfa þykir.
Lagt fram til kynningar

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Yfirfara þarf gjaldskrár sem má finna á heimasíðu Dalvikurbyggðar. Í fyrra var tekið mið af forsendum Sambands íslenskra sveitarfélaga og voru gjaldskrár hækkaðar að meðaltali um 3,9%, í ár er tillaga Sambandsins 3,2%.
Skoða þarf vel gjaldskrár veitna m.t.t. afkomu og fjárfestinga.
Vinna hafin við gjaldskrár og stefnt er að því að ljúka yfirferð yfir þær á næsta fundi ráðsins.

Vísað áfram til næsta fundar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Til umræðu gjaldskrár ársins 2026.

Félagsmálaráð - 288. fundur - 09.09.2025

Tekin voru fyrir drög að gjaldskrá fyrir árið 2026, miðað við uppgefnar forsendur á hækkun.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 308. fundur - 10.09.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá fræðslusviðs.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld, skipulags- og byggingarmál og frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna drög að gjaldskrám og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Menningarráð - 110. fundur - 12.09.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir drög að gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhús.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá safna - og Menningarhússins Bergs.

Veitu- og hafnaráð - 150. fundur - 19.09.2025

Teknar fyrir eftirfarandi gjaldskrár:
a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
b) Gjaldskrá Verbúða
c) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur
d) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar
e) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar.
a) Eftirfarandi breytingar voru gerðar á Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Gjaldskrá hækkar almennt um 3,2% en breytingar voru gerðar á bryggjugjöldum og bætt við gjaldskrá eftirfarandi: Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja lengur en þrjá mánuði við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum þessar breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

b) Eftirfarandi breyting var gerð á Gjaldskrá Verbúða, bætt verði við texta þess efnis að rafmagn er innheimt skv. mæli af þeim leigjendum sem eru á sér mæli.

c) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur helst óbreytt á milli ára en veitustjóra er falið að samræma taxta fyrir útkall á milli annarra gjaldskráa, þannig að það standi undir raunkostnaði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

d) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er hækkuð um 3,2% í ljósi fyrirhugaðra fjárfestinga hjá vatnsveitunni.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða 4 atkvæðum gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

e) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar helst óbreytt á milli ára. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum gjaldskrá fráveitu Dalvikurbyggðar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 36. fundur - 23.09.2025

Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir gjöld á Framkvæmdasviði 2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til hækkun á gjaldskrám um 3,2% nema gjaldskrá fyrir minkaveiði þar sem lagt er til að hún hækki um 15%. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestar umfjöllun um gjaldskrá sorphirðu til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 38. fundur - 29.09.2025

Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2026.
Frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 178. fundur - 30.09.2025

Íþróttafulltrúi leggur fram uppfærða gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2026 til samræmingar við umræður um gjaldskrá fyrir árið 2025.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá Íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar fyrir fjárhagsárið 2026.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 37. fundur - 03.10.2025

Tekin til umræðu galdskrá Sorphirðu árið 2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til 3,2% hækkun á gjaldskrá sorphirðu. Gjaldskrá er einnig breytt þannig að gjaldliðir er varða klippikort og úrvinnslugjald vegna úrgangs frá búrekstri verða felldir út.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Með fundarboði byggðaráðs fygldu tillögur að gjaldskrám 2026 sem merktar hafa verið tilbúnar til byggðaráðs eftir umfjöllun og afgreiðslu fagráða, ásamt fundarsögu málsins.
Lagt fram til kynningar og frekari umfjöllun frestað.

Skipulagsráð - 39. fundur - 15.10.2025

Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2026.
Frestað til næsta fundar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 47. fundur - 28.10.2025

Tekin fyrir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2026.
Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2026.

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/gjaldskrar
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
b) Aðrar gjaldskrár verða áfram í umfjöllun byggðaráðs.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var samþykkt að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Á 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"c) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur helst óbreytt á milli ára en veitustjóra er falið að samræma taxta fyrir útkall á milli annarra gjaldskráa, þannig að það standi undir raunkostnaði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 47. fundi Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2026.
Niðurstaða : Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2026."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti.

Byggðaráð - 1166. fundur - 06.11.2025

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám 2026 til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað nema að tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026 fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. þriðjudag. Einnig var gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2026 samþykkt á fundi sveitarstjórnar 4. nóvember sl.


Til umræðu tillögur að gjaldskrám 2026. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:
Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Ýmis gjöld á Framkvæmdasviði; Böggvisstaðaskáli- leiga, upprekstur á búfé, leiguland, fjallskiladeildir, lausaganga búfjár, rafaveiðar, minkaveiðar, efnistaka.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá verbúða.
Gjaldskrá Félagsmálasvið; framfærslukvarði, akstursþjónusta stoðþjónustu, Lengd viðvera, Matarsendingar, heimilisþjónustua, stuðningsfjölskyldur, NPA.
Gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhúsið Berg; Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg.
Gjaldskrá fræðslumála; Dalvíkurskóli, Árskógarskóli, Félagsheimilið Árskógur, Frístund, Krílakot og Kötlukot.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Félagsmiðstöðvar; Félagsmiðstöð, íþróttasalir, Sundlaug, Líkamsrækt, stærri viðburðir.

Gjaldskrár vegna skipulagsmála eiga efir að fara aftur fyrir fund Skipulagsráðs.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að leiga á verbúðum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 15% á milli ára í stað 3,2%.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á gjaldskrá Félagsmiðstöðvar og Íþróttamiðstöðvar sem gerðar voru á fundinum á einstaka liðum.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám með ofangreindum breytingartillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Varðandi gjaldskrá fræðslumála vegna leikskólagjalda þá samþykkir Monika Margrét Stefánsdóttir ekki liðinn "Skráningadagar/Ekki er veittur afsláttur af skráningadögum" og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur. Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir."

Skipulagsráð - 40. fundur - 12.11.2025

Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð og innheimtu gatnagerðargjalda.
Skipulagsráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

a) Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám 2026 til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað nema að tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026 fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl.
þriðjudag. Einnig var gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2026 samþykkt á fundi sveitarstjórnar 4. nóvember sl.
Til umræðu tillögur að gjaldskrám 2026. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:
Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Ýmis gjöld á Framkvæmdasviði; Böggvisstaðaskáli- leiga, upprekstur á búfé, leiguland, fjallskiladeildir, lausaganga búfjár, rafaveiðar, minkaveiðar, efnistaka.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá verbúða.
Gjaldskrá Félagsmálasvið; framfærslukvarði, akstursþjónusta stoðþjónustu, Lengd viðvera, Matarsendingar, heimilisþjónustua, stuðningsfjölskyldur, NPA.
Gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhúsið Berg; Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg.
Gjaldskrá fræðslumála; Dalvíkurskóli, Árskógarskóli, Félagsheimilið Árskógur, Frístund, Krílakot og Kötlukot.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Félagsmiðstöðvar; Félagsmiðstöð, íþróttasalir, Sundlaug, Líkamsrækt, stærri viðburðir.
Gjaldskrár vegna skipulagsmála eiga efir að fara aftur fyrir fund Skipulagsráðs.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að leiga á verbúðum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 15% á milli ára í stað 3,2%.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á gjaldskrá Félagsmiðstöðvar og Íþróttamiðstöðvar sem gerðar voru á fundinum á einstaka liðum.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám með ofangreindum breytingartillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Varðandi gjaldskrá fræðslumála vegna leikskólagjalda þá samþykkir Monika Margrét Stefánsdóttir ekki liðinn "Skráningadagar/Ekki er veittur afsláttur af skráningadögum" og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur. Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir."

b) Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð og innheimtu gatnagerðargjalda.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi gjaldskrár vegna ársins 2026 sem tilgreindar eru í bókun byggðaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál 2026 og gatnagerðargjald 2026.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur tekin til fyrri umræðu og samþykkti sveitarstjórn samhljóða að vísa henni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2026 og vísar henni til staðfestingar ráðuneytisins og auglýsingu í stjórnartíðindum.