a) Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám 2026 til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað nema að tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026 fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl.
þriðjudag. Einnig var gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2026 samþykkt á fundi sveitarstjórnar 4. nóvember sl.
Til umræðu tillögur að gjaldskrám 2026. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:
Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Ýmis gjöld á Framkvæmdasviði; Böggvisstaðaskáli- leiga, upprekstur á búfé, leiguland, fjallskiladeildir, lausaganga búfjár, rafaveiðar, minkaveiðar, efnistaka.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá verbúða.
Gjaldskrá Félagsmálasvið; framfærslukvarði, akstursþjónusta stoðþjónustu, Lengd viðvera, Matarsendingar, heimilisþjónustua, stuðningsfjölskyldur, NPA.
Gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhúsið Berg; Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg.
Gjaldskrá fræðslumála; Dalvíkurskóli, Árskógarskóli, Félagsheimilið Árskógur, Frístund, Krílakot og Kötlukot.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Félagsmiðstöðvar; Félagsmiðstöð, íþróttasalir, Sundlaug, Líkamsrækt, stærri viðburðir.
Gjaldskrár vegna skipulagsmála eiga efir að fara aftur fyrir fund Skipulagsráðs.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að leiga á verbúðum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 15% á milli ára í stað 3,2%.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á gjaldskrá Félagsmiðstöðvar og Íþróttamiðstöðvar sem gerðar voru á fundinum á einstaka liðum.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám með ofangreindum breytingartillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Varðandi gjaldskrá fræðslumála vegna leikskólagjalda þá samþykkir Monika Margrét Stefánsdóttir ekki liðinn "Skráningadagar/Ekki er veittur afsláttur af skráningadögum" og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur. Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir."
b) Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð og innheimtu gatnagerðargjalda.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."