Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202510150

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Til máls tók:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu um kjör í stað Lilju Ósmann Guðnadóttur.

a)
Byggðaráð; Aðalmaður Monika Margrét Stefánsdóttir og til vara Kristinn Bogi Antonsson.
Aðalmaður á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga; Monika Margrét Stefánsdóttir og til vara Kristinn Bogi Antonsson.
Þingfulltrúi á aðalfund SSNE; aðalmaður Monika Margrét Stefánsdóttir og til vara Kristinn Bogi Antonsson.


b) Sveitarstjórn;
Kristinn Bogi Antonsson tekur sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn og Þórhalla Franklín Karlsdóttir sem varamaður í sveitarstjórn í stað Kristins Boga.


Fleiri tóku ekki til máls.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.
b) Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var Lilju Ósmann Guðnadóttur, 1. varaforseta, veitt lausn frá störfum úr sveitarstjórn.
Til máls tók:
Feyr Antonsson, sem leggur til að Monika Margrét Stefánsdóttir taki sæti Lilju Ósmann Guðnadóttur sem 1. varaforseti.

Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Monika Margrét Stefánsdóttir 1. varaforseti sveitarstjórnar.