Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem fram kemur að vegna tafa sem orðið hafa á vinnu við gerð útboðsgagna fyrir snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi óski hún eftir því að fá að semja við verktaka tímabundið á grundvelli eldri þjónustusamnings.
Niðurstaða : Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri kom til fundar kl. 13:55
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við G.Hjálmarsson hf., tímabundið veturinn 2025 - 2026 eða til 15.maí nk., á grundvelli eldri þjónustusamnings um áframhaldandi þjónustukaup við snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við G.Hjálmarsson hf., tímabundið veturinn 2025 - 2026 eða til 15.maí nk., á grundvelli eldri þjónustusamnings um áframhaldandi þjónustukaup við snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi.