Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á barnarennibraut í Sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202510010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurnýjunar á barnarennibraut í vaðlaug Sundlaugar Dalvíkur. Fram kemur að rennibrautin er 8 ára en talin vera ónýt og hana þurfi að fjarlægja. Vegna þessa er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1.900.000 á deild 31240 og lykil 4610.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 48 við fjárhagsáætlun 2025,þannig að liður 31240-4610 hækki um kr. 1.900.000.
Byggðaráð samþykkir jafnfram að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:23.

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurnýjunar á barnarennibraut í vaðlaug Sundlaugar Dalvíkur. Fram kemur að rennibrautin er 8 ára en talin vera ónýt og hana þurfi að fjarlægja. Vegna þessa er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1.900.000 á deild 31240 og lykil 4610.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 48 við fjárhagsáætlun 2025,þannig að liður 31240-4610 hækki um kr. 1.900.000.
Byggðaráð samþykkir jafnfram að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 48 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 31240-4610 hækki um kr. 1.900.000.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.