Niðurrif á vigtarskúr

Málsnúmer 202504090

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 150. fundur - 19.09.2025

Fyrir fundinum liggja tvö verðtilboð í niðurrif ásamt förgun og að fjarlægja allt efni. Eitt verðtilboð í niðurrif.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að taka tilboði Dalverks sem hljóðar upp á kr. 980.000.- án vsk. í niðurrif, förgun og allt efni verði fjarlægt, fært á lið 41210 - 4650.
Verkinu skal vera lokið fyrir 1.desember.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggja tvö verðtilboð í niðurrif ásamt förgun og að fjarlægja allt efni. Eitt verðtilboð í niðurrif.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að taka tilboði Dalverks sem hljóðar upp á kr. 980.000.- án vsk. í niðurrif, förgun og allt efni verði fjarlægt, fært á lið 41210 - 4650.
Verkinu skal vera lokið fyrir 1.desember."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir að taka tilboði Dalverks að upphæð kr. 980.000 án vsk.
Kostnaði vísað á lið 41210-4650.

Veitu- og hafnaráð - 151. fundur - 05.11.2025

Á 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum liggja tvö verðtilboð í niðurrif ásamt förgun og að fjarlægja allt efni. Eitt verðtilboð í niðurrif. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að taka tilboði Dalverks sem hljóðar upp á kr. 980.000.- án vsk. í niðurrif, förgun og allt efni verði fjarlægt, fært á lið 41210 - 4650. Verkinu skal vera lokið fyrir 1.desember."

Málið var tekið fyrir á 383.fundi sveitarstjórnar þann 4.nóvember sl., og var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir að taka tilboði Dalverks að upphæð kr. 980.000 án vsk. Kostnaði vísað á lið 41210-4650.

Tekið fyrir minnisblað frá hafnastarfsmönnum varðandi seinkun á niðurrifi á vigtarskúr.


Leifur Kristinn Harðarson, hafnavörður, kom til fundar undir þessum lið kl. 10:30.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela hafnastarfsmönnum að ljúka niðurrifi á hafnaskúr skv. tilboði Dalverks ehf. og því verði lokið fyrir 1.desember nk.

Leifur Kristinn vék af fundi kl. 10:40