Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. október sl., þar sem lagður er til viðauki við fjárhagsáætlun 2025 vegna breytinga á framlögum úr Jöfnunarsjóði skv. nýjustu upplýsingum, en nettó hækkunin er kr. -19.844.393. Fram kemur að Dalvíkurbyggð er úthlutað tekjujöfnunarframlagi að upphæð kr. -16.526.133, liður 00100-0111.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 54 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að deild 00100 hækki um kr. -19.844.393 og dreifist á lykla í samræmi við meðfylgjandi sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.