Frá íþróttafulltrúa; Gervigrasvöllur - endurnýjun og viðhaldsmál

Málsnúmer 202509154

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:34 og tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 29. september sl., þar sem íþróttafulltrúi leggur til að knattspyrnudeild UMFS verði veittur styrkur að upphæð kr. 508.400 vegna dæluskipta á gervigrasvelli með tilvísun í samning UMFS og Dalvíkurbyggðar um rekstur vallarins. Áætlun á kostnaði vegna dæluskiptanna kemur frá knattspyrnudeildinni.

Fram kemur í gögnum frá íþróttafulltrúa að ekki sé metið svigrúm innan fjárhagsramma að bregðast við beiðninni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og veitir íþróttafulltrúa heimild til að veita ofangreindan styrk innan fjárhagsramma deildar 06800.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 29. september sl., þar sem íþróttafulltrúi leggur til að knattspyrnudeild UMFS verði veittur styrkur að upphæð kr. 508.400 vegna dæluskipta á gervigrasvelli með tilvísun í samning UMFS og Dalvíkurbyggðar um rekstur vallarins. Áætlun á kostnaði vegna dæluskiptanna kemur frá knattspyrnudeildinni.
Fram kemur í gögnum frá íþróttafulltrúa að ekki sé metið svigrúm innan fjárhagsramma að bregðast við beiðninni.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og veitir íþróttafulltrúa heimild til að veita ofangreindan styrk innan fjárhagsramma deildar 06800."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir styrk til knattspyrnudeildar UMFS að upphæð kr. 508.400 vegna dæluskipta á gervigrasvelli.
Kostnaði vísað á deild 06800.