Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE

Málsnúmer 202509055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 5. september sl., er varðar tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Erindið er sent á Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Langanesbyggð, Norðurþing og Þingeyjarsveit. Óskað er eftir fjárframlagi ofangreindra sex sveitarfélaga annars vegar og hverju um sig sem þátttöku í stofnkostnaði að upphæð kr. 2, 5 m.kr. og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint erindi til viðbótar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í stofnkostnaði að fjárhæð 2,5 m.kr. ásamt kostnaði sem fellur til við uppsetningu á búnaðinum og felur sveitarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 5. september sl., er varðar tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Erindið er sent á Akureyrarbæ,
Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Langanesbyggð, Norðurþing og Þingeyjarsveit. Óskað er eftir fjárframlagi ofangreindra sex sveitarfélaga annars vegar og hverju um sig sem þátttöku í stofnkostnaði að upphæð kr. 2, 5 m.kr. og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint erindi til viðbótar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í stofnkostnaði að fjárhæð 2,5 m.kr. ásamt kostnaði sem fellur til við uppsetningu á búnaðinum og felur sveitarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn."

Með fundarboði fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, samanber ofangreint.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.000.000, þar af kr. 2.500.000 vegna dróna og þar af kr. 500.000 í áætlaða uppsetningu á lið 07810-9145. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.000.000, þar af kr. 2.500.000 vegna dróna og þar af kr. 500.000 í áætlaða uppsetningu á lið 07810-9145. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. október sl, er varðar heimild fyrir staðsetningu heimastöðvar undir dróna og dróna. Erindinu var vísað áfram innanhúss til umsagnar viðkomandi stjórnanda sem gera ekki athugasemdir við staðsetninguna.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu og veitir heimild fyrir henni með fyrirvara um þau atriði sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar nefnir í umsögn sinni um frekari upplýsingar.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.000.000, þar af kr. 2.500.000 vegna dróna og þar af kr. 500.000 í áætlaða uppsetningu á lið 07810-9145. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. október sl, er varðar heimild fyrir staðsetningu heimastöðvar undir dróna og dróna. Erindinu var vísað áfram innanhúss til umsagnar viðkomandi stjórnanda sem gera ekki athugasemdir við staðsetninguna.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu og veitir heimild fyrir henni með fyrirvara um þau atriði sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar nefnir í umsögn sinni um frekari upplýsingar."
Til máls tóku:
Kristinn Bogi Antonsson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við áformaða staðsetningu og veitir heimild fyrir henni með fyrirvara um þau atriði sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar nefnir í umsögn sinni og önnur atriði, ef svo ber að skipta.