Trúnaðarmál

Málsnúmer 202405081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1110. fundur - 06.06.2024

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fræðsluráð - 299. fundur - 13.11.2024

Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð.

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024


Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. nóvember sl, þar sem sviðsstjóri óskar eftir fjármagni að beiðni fræðsluráðs til gera könnun meðal foreldra í Árskógarskóla og íbúa á Árskógarströnd á framtíðarsýn í grunnskólamálum á svæðinu. Óskað er eftir ca. kr. 500.000.

Gísli vék af fundi kl. 15:21
a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að fræðsluráð geri ofangreinda könnun.
b) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma innan deildar 04010 og/ eða 04240.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. nóvember sl, þar sem sviðsstjóri óskar eftir fjármagni að beiðni fræðsluráðs til gera könnun meðal foreldra í Árskógarskóla og íbúa á Árskógarströnd á framtíðarsýn í grunnskólamálum á svæðinu. Óskað er eftir ca. kr. 500.000.
Gísli vék af fundi kl. 15:21
Niðurstaða : a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að fræðsluráð geri ofangreinda könnun.
b) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma innan deildar 04010 og/ eða 04240."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Fræðsluráð - 300. fundur - 11.12.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 301. fundur - 15.01.2025

Gísli Bjarnason, lagði fram spurningalista fyrir könnun sem stendur til að leggja fyrir er varðar skólahald í Árskógarskóla.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram í spurningakönnun sem lögð verði fyrir íbúa á Árskógsströnd

Fræðsluráð - 302. fundur - 12.02.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði.

Byggðaráð - 1141. fundur - 27.02.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógarskóla - og Dalvíkurskóla, kl. 14:04.

Á 302. fundi fræðsluráðs þann 12. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Niðurstaða : Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóri fóru yfir ofangreinda kynningu og niðurstöður.

Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 14:44.
Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð.

Fræðsluráð - 303. fundur - 12.03.2025

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir samantekt á niðurstöðum um foreldrakönnun í Árskógarskóla.
Fræðsluráð leggur til með fjórum atkvæðum að Árskógarskóli verði fyrir nemendur frá leikskólaaldri og upp í 6. bekk næsta haust samkvæmt tillögum stjórnenda eftir að hafa unnið úr foreldrakönnun sem gerð var í Árskógarskóla. Hugað verði að því að 5. og 6. bekkur fari í Dalvíkurskóla haustið 2026. Fræðsluráð leggur áherslu á aukna samkennslu fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar og óskar eftir tillögum þess efnis frá stjórnendum. Óskað er eftir að hugmyndir koma inn á fund í maí hjá Fræðsluráði.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir samantekt á niðurstöðum um foreldrakönnun í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til með fjórum atkvæðum að Árskógarskóli verði fyrir nemendur frá leikskólaaldri og upp í 6. bekk næsta haust samkvæmt tillögum stjórnenda eftir að hafa unnið úr foreldrakönnun sem gerð var í Árskógarskóla.
Hugað verði að því að 5. og 6. bekkur fari í Dalvíkurskóla haustið 2026. Fræðsluráð leggur áherslu á aukna samkennslu fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar og óskar eftir tillögum þess efnis frá stjórnendum. Óskað er eftir að hugmyndir koma inn á fund í maí hjá Fræðsluráði."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 309. fundur - 26.09.2025

Tekin umræða um Árskógarskóla
Gott starf hefur verið unnið í Árskógarskóla, bæði á leikskóla og grunnskólastigi undanfarin ár. Í ljósi fækkunar barna á grunnskólastigi í Árskógarskóla og með hagsmuni barna að leiðarljósi, bæði félagslega og námslega leggur fræðsluráð til að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Með þessum breytingum telur fræðsluráð að verið sé að koma betur til móts við þarfir barnanna. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á að leikskóli verði áfram starfræktur í Árskógarskóla en fastráðnu starfsfólki á grunnskólastigi verði boðin tilfærsla á störfum innan fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar. Í ljósi þessara breytinga leggur fræðsluráð til að ekki verði ráðið í stöðu deildastjóra Árskógarskóla og er sviðstjóra og stjórnendum skólanna falið að koma með tillögu að útfærslu á deildastjórastöðu skólaárið 2025-2026.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fræðsluráð - 310. fundur - 08.10.2025

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir tillögu varðandi stjórnun á Árskógarskóla fram að grunnskólalokun á skólanum 2026.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

a) Á 309. fundi fræðsluráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um Árskógarskóla
Niðurstaða : Gott starf hefur verið unnið í Árskógarskóla, bæði á leikskóla og grunnskólastigi undanfarin ár. Í ljósi fækkunar barna á grunnskólastigi í Árskógarskóla og með hagsmuni barna að leiðarljósi, bæði félagslega og námslega leggur fræðsluráð til að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Með þessum breytingum telur fræðsluráð að verið sé að koma betur til móts við þarfir barnanna. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á
að leikskóli verði áfram starfræktur í Árskógarskóla en fastráðnu starfsfólki á grunnskólastigi verði boðin tilfærsla á störfum innan fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar. Í ljósi þessara breytinga leggur fræðsluráð til að ekki verði ráðið í stöðu deildastjóra Árskógarskóla og er sviðstjóra og stjórnendum skólanna falið að koma með tillögu að útfærslu á deildastjórastöðu skólaárið 2025-2026.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

b) Á 310. fundi fræðsluráðs 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir tillögu varðandi stjórnun á Árskógarskóla fram að grunnskólalokun á skólanum 2026.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla."

Samkvæmt minnisblaði skólastjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 1. október sl., er lagt til að frá og með 1. nóvember sl., þá verði leikskóladeildin Kötlukot í Árskógarskóla færð undir stjórn leikskólans á Krílakoti. Einnig munu stjórnendur leikskólans á Krílakoti taka yfir stjórn grunnskólans í samráði við deildarstjóra yngsta stigs í Dalvíkurskóla frá 1. nóvember til lok grunnskóla í Árskógarskóla. Skólastjóri Dalvíkurskóla sér um fjármál Árskógarskóla til 31. desember 2025.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að ekki verði ráðið í stöðu deildarstjóra Árskógarskóla í ljósi þessara breytinga.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla.

Fræðsluráð - 311. fundur - 19.11.2025

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri, fara yfir hvernig samstarf skólanna fari fram til vors 2026.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum skólanna fyrir góða vinnu og líst vel á breytt skipulag.