a) Á 309. fundi fræðsluráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um Árskógarskóla
Niðurstaða : Gott starf hefur verið unnið í Árskógarskóla, bæði á leikskóla og grunnskólastigi undanfarin ár. Í ljósi fækkunar barna á grunnskólastigi í Árskógarskóla og með hagsmuni barna að leiðarljósi, bæði félagslega og námslega leggur fræðsluráð til að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Með þessum breytingum telur fræðsluráð að verið sé að koma betur til móts við þarfir barnanna. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á
að leikskóli verði áfram starfræktur í Árskógarskóla en fastráðnu starfsfólki á grunnskólastigi verði boðin tilfærsla á störfum innan fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar. Í ljósi þessara breytinga leggur fræðsluráð til að ekki verði ráðið í stöðu deildastjóra Árskógarskóla og er sviðstjóra og stjórnendum skólanna falið að koma með tillögu að útfærslu á deildastjórastöðu skólaárið 2025-2026.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
b) Á 310. fundi fræðsluráðs 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir tillögu varðandi stjórnun á Árskógarskóla fram að grunnskólalokun á skólanum 2026.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla."
Samkvæmt minnisblaði skólastjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 1. október sl., er lagt til að frá og með 1. nóvember sl., þá verði leikskóladeildin Kötlukot í Árskógarskóla færð undir stjórn leikskólans á Krílakoti. Einnig munu stjórnendur leikskólans á Krílakoti taka yfir stjórn grunnskólans í samráði við deildarstjóra yngsta stigs í Dalvíkurskóla frá 1. nóvember til lok grunnskóla í Árskógarskóla. Skólastjóri Dalvíkurskóla sér um fjármál Árskógarskóla til 31. desember 2025.