Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 11. septmber sl. - móttekið 06.10.2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.520.000 vegna skólaaksturs vegna hækkunar á visitölu og vegna auka fimm ferðum á milli Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna samskipta nemenda í samræmi við ósk fræðsluráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiði, viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.520.000 þannig að liður 04240-4113 hækki úr kr. 8.683.228 og verði kr. 10.203.228.
Bókfærð staða er kr. 5.955.875. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.