Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Kynningu á vinnslutillögu fyrir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg vegna áforma um byggingu íbúða fyrir íbúa í aldurshópnum 60 ára og eldri lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu, Vegagerðinni og Veitum Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að heimilt verði að reisa allt að þriggja hæða byggingu á lóð Dalbæjar og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 20.fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Kynningu á vinnslutillögu fyrir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg vegna áforma um byggingu íbúða fyrir íbúa í aldurshópnum 60 ára og eldri lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu, Vegagerðinni og Veitum Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að heimilt verði að reisa allt að þriggja hæða byggingu á lóð Dalbæjar og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að heimilt verði að reisa allt að þriggja hæða byggingu á lóð Dalbæjar. Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl.
Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl. Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu:
- Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum.
- Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti.
- Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir.
- A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl. Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: - Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. - Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti. - Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. - A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti. Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

Byggðaráð - 1156. fundur - 04.09.2025

Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl. Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: - Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg
verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. - Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti.
- Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. - A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Samþykkt samhljóða með
fimm atkvæðum.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti. Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1024
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/456
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1012
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur verður haldinn mánudaginn 8.september kl. 17:00 um deiliskipulagið og athugasemdarfrestur verði framlengdur til miðnættis þriðjudaginn 9.september.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalbæ og Karlsrauðatorg á Dalvík lauk þann 9.september sl.
Þrettán athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Mílu, Minjastofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra , veitum Dalvíkurbyggðar og Leikskólanum Krílakoti.
Í ljósi athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni:
- lóð Kirkjuvegar 25-27 verði snúið í austur-vestur.
- lóð Dalbæjar verði stækkuð í 8.000 m2 og fallið frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar. Jafnframt að fallið verði frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalbæ og Karlsrauðatorg á Dalvík lauk þann 9.september sl.
Þrettán athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Mílu, Minjastofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra , veitum Dalvíkurbyggðar og Leikskólanum Krílakoti.
Niðurstaða : Í ljósi athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni:
- lóð Kirkjuvegar 25-27 verði snúið í austur-vestur.
- lóð Dalbæjar verði stækkuð í 8.000 m2 og fallið frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar.
Jafnframt að fallið verði frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu 4 athugasemdir til viðbótar sem bárust á tilskyldum tíma en náðu ekki inn á fund skipulagsráðs. Fjöldi athugasemda voru því 17.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir þá tillögu að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
- lóð Kirkjuvegar 25-27 verði snúið í austur-vestur.
- lóð Dalbæjar verði stækkuð í 8.000 m2 og fallið frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar.
- Jafnframt að fallið verði frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.

Skipulagsráð - 39. fundur - 15.10.2025

Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda, skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir að A-gata fá heitið Melastígur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga á þann veg að íbúðarsvæði ofan við Dalbæ verði breytt til baka í þjónustusvæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 39. fundi skipulagsráðs þann 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda, skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir að A-gata fá heitið Melastígur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga á þann veg að íbúðarsvæði ofan við Dalbæ verði breytt til baka í þjónustusvæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið og vék af fundi kl. 17:20.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu að svörum við efni athugasemda, skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þá tillögu skipulagsráðs að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga á þann veg að íbúðarsvæði ofan við Dalbæ verði breytt til baka í þjónustusvæði.
Kristinn Bogi Antonsson tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.