Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl. Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: - Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg
verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. - Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti.
- Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. - A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Samþykkt samhljóða með
fimm atkvæðum.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti. Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1024https://skipulagsgatt.is/issues/2024/456https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1012
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.