Frá íþróttafulltrúa; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Tekið fyrir minnisblað frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 21. mars sl., þar sem lagt er til að Lagt er til að gera breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025. Boðið verði upp á 35% afslátt af verði ef salurinn er leigður oftar en fjórum sinnum innan mánaðar. Ástæða breytingarinnar er sú að töluvert ásókn er í að leigja salinn til að halda einkatíma í honum á borð við Booty sculpt, Jóga, Mömmuþrek og fleira. Slíkt er afar jákvætt í afþreyingar og heilsuflóru íbúa sveitarfélagsins.
Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis með vísan í önnur sambærileg mál sem eru í skoðun.

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Á 1143. fundi byggðaráðs þann 27. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 21. mars sl., þar sem lagt er til að Lagt er til að gera breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025. Boðið verði upp á 35% afslátt af verði ef salurinn er leigður oftar en fjórum sinnum innan mánaðar. Ástæða breytingarinnar er sú að töluvert ásókn er í að leigja salinn til að halda einkatíma í honum á borð við Booty sculpt, Jóga, Mömmuþrek og fleira. Slíkt er afar jákvætt í afþreyingar og heilsuflóru íbúa sveitarfélagsins.
Niðurstaða: Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis með vísan í önnur sambærileg mál sem eru í skoðun."

Til umræðu ofangreint.

Jón Stefán vék af fundi kl. 14:42
Afgreiðslu frestað.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 177. fundur - 09.09.2025

Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá í íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð fyrir fjárhagsárið 2026.
þrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá í íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð fyrir fjárhagsárið 2026.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 178. fundur - 30.09.2025

Íþróttafulltrúi leggur til umræður og breytingar um gildissvið gjaldskrár íþróttamiðstöðvar 2025 og framvegis.
1. Litli salurinn og málefni honum tengdum. Gildissvið korta í líkamsrækt.
2. Umræða um umönnunarkort og fylgdarmenn.
3. Umræða um gildissvið korta er varða börn sem eiga lögheimili utan Dalvíkurbyggðar en eiga foreldri búsett í sveitafélaginu.
4. Uppfærsla á leigu á litla sal fyrir árið 2025 til samrýmis við áætlaða breytingu á gjaldskrá 2026.
5. Gildissvið ÍB-korta.
Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.

1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.

2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.

3. Tekið til umræðu.

4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.

5. Tekið til umræðu.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 178. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Iþróttafulltrúi leggur til umræður og breytingar um gildissvið gjaldskrár íþróttamiðstöðvar 2025 og framvegis.
1. Litli salurinn og málefni honum tengdum. Gildissvið korta í líkamsrækt.
2. Umræða um umönnunarkort og fylgdarmenn.
3. Umræða um gildissvið korta er varða börn sem eiga lögheimili utan Dalvíkurbyggðar en eiga foreldri búsett í sveitafélaginu.
4. Uppfærsla á leigu á litla sal fyrir árið 2025 til samrýmis við áætlaða breytingu á gjaldskrá 2026.
5. Gildissvið ÍB-korta.
Niðurstaða : Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.
2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
3. Tekið til umræðu.
4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
5. Tekið til umræðu."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða : Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.
2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
3. Tekið til umræðu.
4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
5. Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Í gjaldskránni er lagt til eftirfarandi breytingar:
Leiga á þreksal (litla sal) ein klst lækki úr kr. 5.900 í kr. 4.500.
Viðbót í Afslættir/fríðindi: "Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 13. nóvember 2025, þar sem gert er grein fyrir forsendum lækkunar á leigu í þreksal.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2025 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Í gjaldskránni er lagt til eftirfarandi breytingar:
Leiga á þreksal (litla sal) ein klst lækki úr kr. 5.900 í kr. 4.500.
Viðbót í Afslættir/fríðindi: "Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 13. nóvember 2025, þar sem gert er grein fyrir forsendum lækkunar á leigu í þreksal.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2025 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025.