Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða : Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.
2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
3. Tekið til umræðu.
4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
5. Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
Í gjaldskránni er lagt til eftirfarandi breytingar:
Leiga á þreksal (litla sal) ein klst lækki úr kr. 5.900 í kr. 4.500.
Viðbót í Afslættir/fríðindi: "Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 13. nóvember 2025, þar sem gert er grein fyrir forsendum lækkunar á leigu í þreksal.