Frá Tónlistarskólanum á Akureyri; Nám í tónlistarskóla fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202509070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Undir þessum lið kom formaður byggðaráðs inn á fundinn að nýju kl. 13:45 og tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 5. september 2025, um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna 2 nemenda við skólann.

Gísli vék af fundi kl. 14:09
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar, þar sem erindin komu með stuttum fyrirvara til byggðaráðs. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að afla frekari upplýsinga fyrir fund sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 5. september 2025, um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna 2 nemenda við skólann.
Gísli vék af fundi kl. 14:09
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar, þar sem erindin komu með stuttum fyrirvara til byggðaráðs. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að afla frekari
upplýsinga fyrir fund sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda ásamt samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir framlög til Dalvíkurbyggðar úr Jöfnunarsjóði skv. reglum yfir árin 2014-2025 og greiðslur Dalvíkurbyggðar til Tónlistarskóla utan Dalvíkurbyggðar fyrir sama tímabil.
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarfélagið samþykki að gangast undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir einn nemenda byggt á sérstöðu nemandans og mati frá tónlistarkennara við TÁT.
Forseti leggur einnig til að sveitarstjórn ítreki bókuna sína frá 371. fundi þann 17. september 2024 þar sem fræðslu- og menningarsviði var falið að endurskoða reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreindar tillögur forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 29.september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dagsett 19.september sl., um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna nemanda við skólann. Sviðsstjóri leggur til að erindið verði samþykkt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir nemandann.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 29.september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dagsett 19.september sl., um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna nemanda við skólann. Sviðsstjóri leggur til að erindið verði samþykkt.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir nemandann."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að sveitarfélagið gangist undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir viðkomandi nemanda.