Á 39. fundi skipulagsráðs þann 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 9.júlí 2025 þar sem Kjartan Gústafsson sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Birnuness. Fyrirhugað er að skipuleggja 8 lóðir sem hver um sig verður 1 ha að stærð. Áformin kalla á
breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.ágúst sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju gögn um áformin.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til samræmis við erindið.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún heimili umsækjanda að leggja fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag frístundabyggðar skv. 2.mgr. 38.gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.