Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðaukabeiðni vegna fjárfestinga og framkvæmda veitna 2025

Málsnúmer 202510049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1162. fundur - 16.10.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 14. október sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda og fjárfestinga Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Alls er lagt til að áætlunin lækki um kr. 190.200.000.
Liður 44200-11606 lækki um kr. 105.100.000 vegna vatnstanks, rafmagns við vatnstank og nýlagna samkvæmt deiliskipulagi.
Liður 44200-11860 lækki um kr. 3.500.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna framtíðarsýnar vatnsveitu og hönnunar vatnsveitu á Hauganesi.
Liður 48200-11605 lækki um kr. 12.000.000 vegna endurnýjunar og borholuhúsi.
Liður 48200-11607 lækki um kr. 60.400.000 vegna hönnunar, nýlagna og endurnýjun, þak á takna á Hamar, endurnýjunar á dælum og mælinga vegna Birnunesborgir
Liður 48200-11860 lækki um kr. 3.200.000 vegna hönnunar á hitaveitu Hauganesi og aðkeyptrar þjónustu.
Liður 74200-11860 lækki um kr. 6.000.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna hönnunar á fráveitu og tvöföldunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauka nr. 50 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 190.200.000 til lækkunar samkvæmt ofangreindri sundurliðun, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 14. október sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda og fjárfestinga Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Alls er lagt til að áætlunin lækki um kr. 190.200.000.
Liður 44200-11606 lækki um kr. 105.100.000 vegna vatnstanks, rafmagns við vatnstank og nýlagna samkvæmt deiliskipulagi.
Liður 44200-11860 lækki um kr. 3.500.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna framtíðarsýnar vatnsveitu og hönnunar vatnsveitu á Hauganesi.
Liður 48200-11605 lækki um kr. 12.000.000 vegna endurnýjunar og borholuhúsi.
Liður 48200-11607 lækki um kr. 60.400.000 vegna hönnunar, nýlagna og endurnýjun, þak á takna á Hamar, endurnýjunar á dælum og mælinga vegna Birnunesborgir
Liður 48200-11860 lækki um kr. 3.200.000 vegna hönnunar á hitaveitu Hauganesi og aðkeyptrar þjónustu.
Liður 74200-11860 lækki um kr. 6.000.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna hönnunar á fráveitu og tvöföldunar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauka nr. 50 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 190.200.000 til lækkunar samkvæmt ofangreindri sundurliðun, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 50 við fjárhagsáætlun 2025 til lækkunar að upphæð kr. 190.200.000 vegna fjárfestinga veitna samkvæmt ofangreindri sundurliðun og meðfylgjandi sundurliðun niður á verknúmer. Sveitarstjórn samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.