Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202508043

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 307. fundur - 20.08.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 1156. fundur - 04.09.2025

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:31.

Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.

Fræðsluráð - 308. fundur - 10.09.2025

Málið tekið áfram til umræðu í Fræðsluráði.

Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.
Fræðsluráð leggur áherslu á að gott samráð verði við alla hagsmunaaðila þegar farið verður í áframhaldandi vinnu. Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur samhliða skipulagsáformum.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 308. fundi fræðsluráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Málið tekið áfram til umræðu í Fræðsluráði.
Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur áherslu á að gott samráð verði við alla hagsmunaaðila þegar farið verður í áframhaldandi vinnu.
Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur samhliða skipulagsáformum."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að ofangreind tillaga fræðsluráðs um stofnun vinnuhóps verði samþykkt og skipan vinnuhópsins verði eftirfarandi:

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Benedikt Snær Magnússon
Katrín Sif Ingvarsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Sviðsstjóra er falið að útbúa erindisbréf og leggja fyrir Byggðaráð og Fræðsluráð.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um vinnuhóp vegna framtíðarsýnar skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð og skipan hans.

Fræðsluráð - 309. fundur - 26.09.2025

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að ofangreind tillaga fræðsluráðs um stofnun vinnuhóps verði samþykkt og skipan vinnuhópsins verði eftirfarandi:

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Benedikt Snær Magnússon
Katrín Sif Ingvarsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Sviðsstjóri leggur til drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að drög að erindisbréfi fari til frekari vinnslu inn í vinnuhópnum áður en það fer inn til umfjöllunar í Byggðaráði.

Fræðsluráð - 310. fundur - 08.10.2025

Matthildur Matthíasdóttir, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 09:40
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, leggur fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um framtíðarsýn á skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð og einnig er fundagerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Á 310. fundi fræðsluráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, leggur fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um framtíðarsýn á skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð og einnig er fundagerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð."

Í meðfylgjandi erindisbréfi kemur fram að ákvörðun um fundarþóknun vinnuhópsins sé byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur, með smá lagfæringu á orðalagi í punkti #2 undir tilgangi/hlutverki, og samþykkir að vinnuhópurinn verði ekki launaður, sbr. það sem almennt gildir með vinnuhópa sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 310. fundi fræðsluráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, leggur fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um framtíðarsýn á skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð og einnig er fundagerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð."
Í meðfylgjandi erindisbréfi kemur fram að ákvörðun um fundarþóknun vinnuhópsins sé byggðaráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur, með smá lagfæringu á orðalagi í punkti #2 undir tilgangi/hlutverki, og samþykkir að vinnuhópurinn verði ekki launaður, sbr. það sem almennt gildimeð vinnuhópa sveitarfélagsins."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbéfi vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð.

Fræðsluráð - 311. fundur - 19.11.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fundagerðir vinnuhóps um framtíðarsýn vinnuhóps um skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynning og þá umræðu sem fór fram á fundinum.