Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. október sl.
Varðandi Kvennafrídaginn 24. október nk. þá leggur starfs- og kjaranefnd eftirfarandi til:
Starfs- og kjaranefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi vettvang fyrir konur og kvár til þess að koma saman í Menningahúsinu Bergi til þess að horfa á beina útsendingu frá Arnarhól í Reykjavík, sem hefst kl. 14 föstudaginn 24.október. Sveitarstjóri sendi upplýsingar til stjórnenda sveitarfélagsins og beina því til þeirra stjórnenda á þeim vinnustöðum sem konur og kvár hafa ekki möguleika að taka þátt að gera eitthvað fyrir það starfsfólk. Jafnframt ræðir sveitarstjóri við forstöðukonu Menningarhússins Bergs um aðstöðuna.