Starfs- og kjaranefnd 2025; fundargerð 18.09.2025

Málsnúmer 202501027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 14. og 29. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1141. fundur - 27.02.2025

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 20. febrúar. sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnýslusviðs gerðu grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 12. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 13. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1153. fundur - 31.07.2025

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 3.júlí sl. og 30.júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 2. september og 18.september sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1164. fundur - 22.10.2025

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. október sl.

Varðandi Kvennafrídaginn 24. október nk. þá leggur starfs- og kjaranefnd eftirfarandi til:
Starfs- og kjaranefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi vettvang fyrir konur og kvár til þess að koma saman í Menningahúsinu Bergi til þess að horfa á beina útsendingu frá Arnarhól í Reykjavík, sem hefst kl. 14 föstudaginn 24.október. Sveitarstjóri sendi upplýsingar til stjórnenda sveitarfélagsins og beina því til þeirra stjórnenda á þeim vinnustöðum sem konur og kvár hafa ekki möguleika að taka þátt að gera eitthvað fyrir það starfsfólk. Jafnframt ræðir sveitarstjóri við forstöðukonu Menningarhússins Bergs um aðstöðuna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu nefndarinnar um Kvennafrídaginn og 50 ára afmæli hans.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Kristinn Bogi Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 17:10.

Á 1164. fundi byggðaráðs þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. október sl.
Varðandi Kvennafrídaginn 24. október nk. þá leggur starfs- og kjaranefnd eftirfarandi til:
Starfs- og kjaranefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi vettvang fyrir konur og kvár til þess að koma saman í Menningahúsinu Bergi til þess að horfa á beina útsendingu frá Arnarhól í Reykjavík, sem hefst kl. 14 föstudaginn 24.október. Sveitarstjóri sendi upplýsingar til stjórnenda sveitarfélagsins og beina því til þeirra stjórnenda á þeim vinnustöðum sem konur og kvár hafa ekki möguleika að taka þátt að gera eitthvað fyrir það starfsfólk. Jafnframt ræðir sveitarstjóri við forstöðukonu Menningarhússins Bergs um aðstöðuna.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu nefndarinnar um Kvennafrídaginn og 50 ára afmæli hans."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.