Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins

Málsnúmer 202503032

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 108. fundur - 11.03.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir vinnu vinnuhóps um framtíðarhúsnæði byggðasafns.
Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu verkefnis.

Menningarráð - 109. fundur - 05.06.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Berg, fór yfir helstu atriði er varða vinnu vinnuhóps um nýtt byggðasafn.
Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu málsins.

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Á 109. fundi menningarráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Berg, fór yfir helstu atriði er varða vinnu vinnuhóps um nýtt byggðasafn.
Niðurstaða : Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu málsins."

Með fundarboði fylgdi:
a) Greinargerð vinnuhópsins hvað varðar framtíðarheimili fyrir Byggðasafnið með þarfa- og valkostagreiningu.
b) Matrixa yfir helstu matsþætti og vægi þeirra fyrir hvern valkost fyrir sig.

Niðurstaða vinnuhópsins er að leggja til við byggðaráð og sveitarstjórn að valkostur B-Nýbygging/ viðbygging við Berg verði fyrir valinu.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa greinargerð og matrixu vinnuhópsins til sveitarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

Menningarráð - 110. fundur - 12.09.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir hvernig staðan á málinu er.
Málið fer til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 109. fundi menningarráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Berg, fór yfir helstu atriði er varða vinnu vinnuhóps um nýtt byggðasafn.
Niðurstaða : Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu málsins.
Með fundarboði fylgdi:
a) Greinargerð vinnuhópsins hvað varðar framtíðarheimili fyrir Byggðasafnið með þarfa- og valkostagreiningu.
b) Matrixa yfir helstu matsþætti og vægi þeirra fyrir hvern valkost fyrir sig.
Niðurstaða vinnuhópsins er að leggja til við byggðaráð og sveitarstjórn að valkostur B-Nýbygging/ viðbygging við Berg verði fyrir valinu.
Niðurstaða : Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa greinargerð og matrixu vinnuhópsins til sveitarstjórnar til umræðu og afgreiðslu."
Til máls tóku:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins að stefnt skuli að viðbyggingu við Berg sem hýsi byggðasafnið.
Forstöðumanni safna er falið ásamt vinnuhópi að útfæra og koma með tillögur að útliti, staðsetningu og hönnun safnsins. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að sækja um viðauka fyrir þeim kostnaði sem til fellur á þessu ári.
Stefnt skuli að því að kynna hugmyndir og hönnun fyrir íbúum þegar þær liggja fyrir."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Menningarráð - 111. fundur - 30.09.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Menningarráð fagnar niðurstöðu sveitastjórnar Dalvíkurbyggðar.

"Sveitarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins að stefnt skuli að viðbyggingu við Berg sem hýsi byggðasafnið.
Forstöðumanni safna er falið ásamt vinnuhópi að útfæra og koma með tillögur að útliti, staðsetningu og hönnun safnsins. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að sækja um viðauka fyrir þeim kostnaði sem til fellur á þessu ári.
Stefnt skuli að því að kynna hugmyndir og hönnun fyrir íbúum þegar þær liggja fyrir."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Tekið fyrir erindi um viðauka frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, en á fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl., var henni falið að sækju um viðauka fyrir þeim kostnaði sem fellur til á þessu ári vegna tillagna vinnuhóps um viðbyggingu við Berg vegna húsnæði fyrir byggðasafn.

Samkvæmt meðfylgjandi rökstuðningi deildarstjóra kemur fram að óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka á lið 32200-11860 vegna vinnu við undirbúning og frumkostnaðaráætlunar fyrir nýtt Byggðasafn. Fram kemur að deildarstjóri og forstöðumaður safna og Menningarhúss hafa leitað til hönnuðs Menningarhússins Bergs varðandi frumhönnun að nýju Byggðasafni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 52 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 3220011860 hækki um kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi um viðauka frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, en á fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl., var henni falið að sækju um viðauka fyrir þeim kostnaði sem fellur til á þessu ári vegna tillagna vinnuhóps um viðbyggingu við Berg vegna húsnæði fyrir byggðasafn.
Samkvæmt meðfylgjandi rökstuðningi deildarstjóra kemur fram að óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka á lið 32200-11860 vegna vinnu við undirbúning og frumkostnaðaráætlunar fyrir nýtt Byggðasafn. Fram kemur að deildarstjóri og forstöðumaður safna og Menningarhúss hafa leitað til hönnuðs Menningarhússins Bergs varðandi frumhönnun að nýju Byggðasafni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 52 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 32200-11860 hækki um kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 52 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 32200-11860 hækki um kr. 2.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.