Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi um viðauka frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, en á fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl., var henni falið að sækju um viðauka fyrir þeim kostnaði sem fellur til á þessu ári vegna tillagna vinnuhóps um viðbyggingu við Berg vegna húsnæði fyrir byggðasafn.
Samkvæmt meðfylgjandi rökstuðningi deildarstjóra kemur fram að óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka á lið 32200-11860 vegna vinnu við undirbúning og frumkostnaðaráætlunar fyrir nýtt Byggðasafn. Fram kemur að deildarstjóri og forstöðumaður safna og Menningarhúss hafa leitað til hönnuðs Menningarhússins Bergs varðandi frumhönnun að nýju Byggðasafni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 52 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 32200-11860 hækki um kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."