Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Skipulagsráð óskar eftir stöðu á útboðsmálum Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

"Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15.

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu.

Gunnar vék af fund i kl. 14:02.


Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð.

María vék af fundi kl. 14:36.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð. María vék af fundi kl. 14:36. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Yrki Arkitekta ehf. um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar skv. tilboði.