Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Endurbætur á aðstöðu fyrir netþjóna Dalvíkurbyggðar; viðaukabeiðni. Viðauki #53.

Málsnúmer 202509081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 22. október sl., þar sem óskað er viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurbóta á aðstöðu fyrir netþjóna sveitarfélagsins. Gert var ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun ársins 2024 en ekki varð úr því þá.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.400.000 á deild 48200-11605.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 53 við fjárhagsáætlun 2025, á lið 48200-11605 þannig að hækki um kr. 5.400.000. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 22. október sl., þar sem óskað er viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurbóta á aðstöðu fyrir netþjóna sveitarfélagsins. Gert var ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun ársins 2024 en ekki varð úr því þá.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.400.000 á deild 48200-11605.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 53 við fjárhagsáætlun 2025, á lið 48200-11605 þannig að hækki um kr. 5.400.000. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 53 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 48200-11605 hækki um kr. 5.400.000.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.