Frá SSNE; Erindi til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um þátttöku í Farsældarráði Norðurlands eystra

Málsnúmer 202509084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Tekið fyrir erindi SSNE þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann í Farsældarráð Norðurlands eystra. Æskilegt er að fulltrúar séu stjórnendur sem eru með góða tengingu við stjórnsýslu og nefndir sveitarfélagsins ásamt því að þeir komi frá sviði velferðar- og/eða fræðslumála, enda gegnir ráðið lykilhlutverki í stefnumótun, samhæfingu og forgangsröðun aðgerða um farsæld barna í landshlutanum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipa Eyrúnu Rafnsdóttur, sviðsstjóra félagsmálasviðs, sem aðalmann og Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, sem varamann í Farsældarráð Norðurlands eystra.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi SSNE þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann í Farsældarráð Norðurlands eystra. Æskilegt er að fulltrúar séu stjórnendur sem eru með góða tengingu við stjórnsýslu og nefndir sveitarfélagsins ásamt því að þeir komi frá sviði velferðar- og/eða fræðslumála, enda gegnir ráðið lykilhlutverki í stefnumótun, samhæfingu og forgangsröðun aðgerða um farsæld barna í landshlutanum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipa Eyrúnu Rafnsdóttur, sviðsstjóra félagsmálasviðs, sem aðalmann og Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, sem varamann í Farsældarráð Norðurlands eystra."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindi frá SSNE, dagsett þann 10. september sl., þar sem eru til umfjöllunar og samþykktar í sveitarstjórn samstarfssamningur um svæðisbundið Farsældarráð á Norðurlandi eystra ásamt skipuriti og starfsreglum.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, verði aðalmaður Dalvíkurbyggðar í Farsældarráði Norðurlands eystra, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði til vara.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samstarfssamningi um svæðisbundið Farsældarráð ásamt skipuriti og starfsreglum.