Veitur Dalvikurbyggðar, mögulegt samstarf

Málsnúmer 202510053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1162. fundur - 16.10.2025

Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausnar.

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. vr eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausna."

Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um ráðgjöf og þjónustu við rekstur vatns-, hita-, og fráveítu í Dalvíkurbyggð.
AFgreiðslu frestað.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október 2025 var eftirfarandi bókað:
"Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausna."
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um ráðgjöf og þjónustu við rekstur vatns-, hita-, og fráveitu í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað."
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir stöðu mála.
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október 2025 var eftirfarandi bókað:
Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausna."
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um ráðgjöf og þjónustu við rekstur vatns-, hita-, og fráveitu í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir stöðu mála.
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um samstarf og þjónustu vegna veitureksturs í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um samstarf og þjónustu vegna veitureksturs í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram svohljóðandi bókun B-lista og óháðra:
"B listinn og óháðir leggja til að frekar en að gera samning við Norðurorku verði gerður tímabundinn samningur við fyrirtæki innan sveitarfélagsins ef/þegar starfsmenn veitna þurfa aðstoð við verk í vettvangsvinnu ásamt því að gera tímabundinn samning við verkfræðistofu til að vinna þau störf sem tengjast rekstri veitnanna og tæknilegri ráðgjöf. Það getur ekki talist skynsamlegt að gera samning við samkeppnisaðila sem Norðurorka er sannanlega."

Freyr Antonsson, sem leggur fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihlutans:
"Samningurinn milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku hf. snýr að veitingu þjónustu, ráðgjöf og aðstoð á vettvangi. Markmið samningsins er að tryggja öruggan og faglegan rekstur veitna í Dalvíkurbyggð með því að nýta sérþekkingu, tækni og mannauð Norðurorku hf.

Dalvíkurbyggð ber áfram fulla og óskoraða ábyrgð á stjórnun og rekstri vatns-, hita- og fráveitu eins og áður. Veitur Dalvíkurbyggðar eru öryggiskerfi samfélagsins og mikilvægar fyrir daglegt líf íbúa, atvinnulíf, íbúaþróun og atvinnutækifæri.

Norðurorka er nú þegar með starfsemi í Dalvíkurbyggð að Ytri Haga og í samstarfi við Hitaveitu Dalvíkur um jarðhitarannsóknir í Þorvaldsdal."

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um samstarf og þjónustu vegna veitureksturs í Dalvíkurbyggð.
Monika Margrét Stefánsdóttir og Kristinn Bogi Antonsson greiða atkvæði á móti.