Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður, sat fundinn undir þessum lið.
Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svar frá Atvinnuvegaráðuneytinu, dagsett þann 12. ágúst 2025. Fram kemur m.a. að samdráttur í ráðstöfun á milli ára til viðbótar við þær reiknireglur sem stuðst er við skv. 2. gr. reglugerðar nr. 818/2024, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025, veldur því að úthlutun til Dalvíkur lækkar um 44 t og til Árskógssands um 107 t en úthlutun til Hauganess er óbreytt frá fiskveiðiárinu 2023/2024. Í svarinu er frekari gert grein fyrir forsendum að baki úthlutuninni.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og leggja fyrir byggðaráð í næstu viku."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög bæjarlögmanns varðandi kæru Dalvíkurbyggðar til Innviðaráðuneytisins vegna ákvörðunar Atvinnuvegaráðuneytisins (Matvælaráðuneytisins) um úthlutun byggðakvóta, fiskveiðiárið 2024/2025.
Til umræðu ofangreint.
Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:30.