Erindi frá Dalbæ, umsókn um styrk

Málsnúmer 202510086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1164. fundur - 22.10.2025

Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjórar Dalbæjar fyrir hönd stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurbóta í matsal að upphæð kr. 23.928.960. 40% framlag fékkst frá Framkvæmdasjóði aldraða en Dalbær þarf að fjármagna 60% en ekki er svigrúm fyrir því að fjármagna það sem upp á vantar í rekstri Dalbæjar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1164. fundi byggðaráðs þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjórar Dalbæjar fyrir hönd stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurbóta í matsal að upphæð kr. 23.928.960. 40% framlag fékkst frá Framkvæmdasjóði aldraða en Dalbær þarf að fjármagna 60% en ekki er svigrúm fyrir því að fjármagna það sem upp á vantar í rekstri Dalbæjar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráði sé falið að koma umsókn inn í fjárhagsáætlun 2026. Hjúkrunarframkvæmdastjóra verði boðið á fund byggðarráðs til þess að fara yfir rekstur og möguleika Dalbæjar til að auka tekjur og hvort hægt sé að nýta húsnæðið betur.

Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:09.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar, kl. 13:15.

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1164. fundi byggðaráðs þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjórar Dalbæjar fyrir hönd stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurbóta í matsal að upphæð kr. 23.928.960. 40% framlag
fékkst frá Framkvæmdasjóði aldraða en Dalbær þarf að fjármagna 60% en ekki er svigrúm fyrir því að fjármagna það sem upp á vantar í rekstri Dalbæjar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráði sé falið að koma umsókn inn í fjárhagsáætlun 2026.
Hjúkrunarframkvæmdastjóra verði boðið á fund byggðarráðs til þess að fara yfir rekstur og möguleika Dalbæjar til aðauka tekjur og hvort hægt sé að nýta húsnæðið betur.
Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og
afgreiðslu kl. 17:09.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."

Til umræðu ofangreint.

Elísa Rán vék af fundi kl. 14:06.
Byggðaráð þakkar Elísu Rán fyrir komuna.
Lagt fram til kynningar.