Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna framkvæmda ársins 2025

Málsnúmer 202509117

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett 22.september sl., þar sem er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025.

Í viðaukabeiðninni eru tekin út verkefni, ný slökkvistöð og loftræstikerfi á skrifstofum Dalvíkurbyggðar, sem ekki munu nást í framkvæmd á árinu. Óskað er eftir viðbótarfjármagni í þrjú verk sem munu verða dýrari en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. Þessi verk eru Skógarhólar - malbikun, Svæði - heimreið, Lágin - endurbætur.

Viðauki í heild mun leiða til lækkunar á deild 32200 um kr. 97.500.000 og verður honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 44 við deild 32200. Þannig að liður 32200 - 11605 lækki um kr. 98.000.000, liður 32200 - 11900 hækki um kr. 500.000. Nettóbreytingin er kr. 97.500.000 sem lagt er til að verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett 22.september sl., þar sem er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Í viðaukabeiðninni eru tekin út verkefni, ný slökkvistöð og loftræstikerfi á skrifstofum Dalvíkurbyggðar, sem ekki munu nást í framkvæmd á árinu. Óskað er eftir viðbótarfjármagni í þrjú verk sem munu verða dýrari en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. Þessi verk eru Skógarhólar - malbikun, Svæði - heimreið, Lágin - endurbætur.
Viðauki í heild mun leiða til lækkunar á deild 32200 um kr. 97.500.000 og verður honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 44 við deild 32200. Þannig að liður 32200 - 11605 lækki um kr. 98.000.000, liður 32200 - 11900 hækki um kr.
500.000. Nettóbreytingin er kr. 97.500.000 sem lagt er til að verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 32200-11605 lækki um kr. 98.000.000 og liður 32200-11900 hækki um kr. 500.000, niður á verk skv. meðfylgjandi sundurliðun. Nettóbreytingin er kr. 97.500.000 sem er samþykkt samhljóða að verði mætt með hækkun á handbæru fé.