Frá sveitarstjóra; Húsnæðisáætlun - vinnuhópur- erindisbréf; tillaga

Málsnúmer 202012002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 968. fundur - 03.12.2020

Formaður byggðaráðs kom aftur inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:40 og tók við fundarstjórn að nýju.

Tekin fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna árlegrar endurskoðunar á Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar en sveitarstjóri leggur til að settur verði á laggirnar 3ja manna vinnuhópur vegna þessa verkefnis.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að vinnuhópinn skipi sveitarstjóri, sviðsstjóri félagsmálasviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 968. fundi byggðaráðs þann 3. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Formaður byggðaráðs kom aftur inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:40 og tók við fundarstjórn að nýju. Tekin fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna árlegrar endurskoðunar á Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar en sveitarstjóri leggur til að settur verði á laggirnar 3ja manna vinnuhópur vegna þessa verkefnis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að vinnuhópinn skipi sveitarstjóri, sviðsstjóri félagsmálasviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að erindisbréfi og tillögu að skipun í vinnuhópinn.