Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka aftur upp viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið og að viðræðuhópinn skipi Byggðarráð, formaður og varaformaður veitu-og hafnaráðs ásamt hafnarstjóra.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá HLH ráðgjöf, dagsett þann 24. október sl., í vinnu vegna greiningar á sameiningu Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint tilboð fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn viðaukabeiðni vegna þessa verkefnis."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.991.000 á lið 41210-4391 vegna 50% hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í aðkeyptri þjónustu vegna viðræðna um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í Hafnasamlag Norðurlands. Um er að ræða kostnað vegna tilboðs frá HLH ráðgjöf, vinnu frá Siglingasviði Vegagerðarinnar og 10% ófyrirséður kostnaður.