Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja.

Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja. Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023."

Til umræðu ofangreint.

Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla viku af fundi kl. 16:11.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfsmönnum félagsmálasviðs verði falið að vinna drög að samningi við Félagi eldri borgara og halda áfram umfjöllun í félagsmálaráði og öldungaráði.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja. Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023." Til umræðu ofangreint. Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla viku af fundi kl. 16:11.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfsmönnum félagsmálasviðs verði falið að vinna drög að samningi við Félagi eldri borgara og halda áfram umfjöllun í félagsmálaráði og öldungaráði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu félagsmálaráðs og byggðaráðs um að vinna drög að samningi við Félag eldri borgara.