Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja.

Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja. Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023."

Til umræðu ofangreint.

Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla viku af fundi kl. 16:11.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfsmönnum félagsmálasviðs verði falið að vinna drög að samningi við Félagi eldri borgara og halda áfram umfjöllun í félagsmálaráði og öldungaráði.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja. Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023." Til umræðu ofangreint. Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla viku af fundi kl. 16:11.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfsmönnum félagsmálasviðs verði falið að vinna drög að samningi við Félagi eldri borgara og halda áfram umfjöllun í félagsmálaráði og öldungaráði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu félagsmálaráðs og byggðaráðs um að vinna drög að samningi við Félag eldri borgara.

Félagsmálaráð - 282. fundur - 08.10.2024

Lögð voru fram til kynningar drög að samningi við félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að vinna samninginn og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 288. fundur - 09.09.2025

Tekin fyrir styrktarsamningur við félag eldri borgara tímabilið 2025-2027
Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum styrktarsamning við félag eldri borgara á tímabilinu 2025-2028.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 288. fundi félagsmálaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir styrktarsamningur við félag eldri borgara tímabilið 2025-2027
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum styrktarsamning við félag eldri borgara á tímabilinu 2025-2028."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum að samningi samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.

Félagsmálaráð - 290. fundur - 14.10.2025

Á 288. fundi félagsmálaráðs var samningur við félag eldri borgara samþykktur og vísað til sveitarstjórnar. Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum af samningi samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum samning við félag eldri borgara og vísar honum til afgreiðslu í sveitastjórn.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 290. fundi félagsmálaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi félagsmálaráðs var samningur við félag eldri borgara samþykktur og vísað til sveitarstjórnar. Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum af samningi samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum samning við félag eldri borgara og vísar honum til afgreiðslu í sveitastjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að styrktarsamningi fyrir árin 2025-2028, samtals kr. 3.849.551, með þeirri breytingu að ártal síðustu málsgreinar er leiðrétt úr 2024 í 2029. Jafnframt er dagssetning undirritunar leiðrétt úr september 2024 í nóvember 2025. Auk þessa eru einskiptisgreiðslur árið 2025 og 2026, alls krónur 1.000.000 hvort ár til að nýta í aukið félagsstarf og endurnýjun á húsbúnaði í Mímisbrunni. Alls styrkir á samningstímanum kr. 5.849.551.