Sveitarstjórn

329. fundur 24. nóvember 2020 kl. 16:15 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Fundurinn fór fram í fjarfundi TEAMS en opið var í Múla, fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, þar sem gefinn var kostur fyrir áhugasama að fylgjast með fundinum.
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

.

1.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Lög um neyðarástand í sveitarfélagi

Málsnúmer 202003095Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 05.11.2020, þar sem vakin er athygli á auglýsingu þess efnis að ráðherra hefur framlengt heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og ákveða ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess eða til 10. mars 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 963, frá 29.10.2020

Málsnúmer 2010017FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu 4. liður.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Á 963. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
  "Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 9. október 2020, þar sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir að nefndinni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, með vísan í 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslega aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins. Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2021, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember n.k.
  a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda útkomuspá 2020, heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020, þegar hún liggur fyrir vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, til eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins og leggja fyrir byggðaráð."

  Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur þann 26. október 2020 þar sem vísað er í bréf sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi til allra sveitarfélaga, þann 15. október, þar sem fram kom að hægt sé að sækja um frest til 1. desember til að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

  Hjá þeim sveitarfélögum sem óska eftir slíkum fresti þá mun það jafnframt gilda um skilin til eftirlitsnefndar vegna fjárhagsáætlunar 2021.

  Vakin er þó athygli á því að ekki verður gerð breyting á fresti til að skila útkomuspá fyrir árið 2020 - sem er enn 1. nóvember nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 963 Með vísan í ofangreint þá liggur ljóst fyrir að ekki vinnst svigrúm til þess að vinna og afgreiða tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda ráðuneytinu heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 sem útkomuspá fyrir 1. nóvember n.k. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964, frá 05.11.2020

Málsnúmer 2011008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til afgreiðslu:
Liðir 2b, 4a, 5a, 5b, 5c, 5d, 5e, 8.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:22.

  Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 19. október 2020, þar sem lagt var til að haldið verði áfram að gera ráð fyrir kostnaði vegna skólaaksturs nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga í fjárhagsáætlun 2021. Gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 árið 2021 samkvæmt fyrirliggjandi tillögum á málaflokk 04. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óska eftir nánari upplýsingar.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært minnisblað sem sviðsstjórarnir gerðu grein fyrir.

  Eyrún vék af fundi kl. 13:41.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
  a) Að vísa kr. 2.000.000 nettó kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á málaflokk 02; ferðaþjónusta við fatlaða.
  b) Núverandi fyrirkomulag gildi eingöngu út vorönn 2021 og er vísað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir að skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga taki til umfjöllunar aðgengi nemenda úr Dalvíkurbyggð að áætlunarferðum á milli byggðakjarnanna sem geri þeim kleift að stunda námið samkvæmt stundaskrá.
  c) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsamálasviðs, komi með tillögu að gjaldskrá fyrir nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ferða nemenda með akstursþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að núverandi fyrirkomulag um akstur framhaldsskólanemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga gildi eingöngu út vorönn 2021.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat fundinn áfram undir þessum lið. Undir þessum lið komu einnig inn á fundinn í gegnum fjarfund TEAMS Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:55.

  Á 321. fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:

  "Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

  Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

  Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

  Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020."


  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg og tilhögun þróunarverkefnisins til eins árs."

  Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -
  Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur.

  Björk og Rúna viku af fundi kl. 14:16.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fyrirkomulagið gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar.
 • Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:17, í gegnum fjarfund TEAMS og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat fundinn áfram í gegnum fjarfund.

  Á 963. fundi byggðaráðs þann 29. október s.l. fjallaði byggðaráð áfram um ofangreint mál og tók til umfjöllunar til viðbótar frá síðasta fundi eftirfarandi vinnugögn innanhúss; ársreikningar þeirra félaga sem um ræðir, minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 28. október 2020 og yfirlit yfir kostnað vegna reksturs á íþróttasvæði 2020. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi félögum og leita leiða og lausna í samræmi við umræður á fundinum með því markmiði að koma með tillögu fyrir byggðaráð að viðbrögðum til loka árs 2020.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað dagsett þann 02.11.2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem þeir gera grein fyrir fundum sínum með forsvarsmönnum félaganna sem umræðir. Eftirfarandi er lagt til:
  a) Skíðafélag Dalvíkur; Í ljós þess að óvissan er mjög mikil, þá er lagt til að félagið fái fjármagn af áætlun 2021 (5.000.000) greitt fyrir áramót til að félagið geti staðið við skuldbindingar vegna launa og annars reksturs fram að áramótum. Þessa greiðslu þyrfti að greiða á næstu dögum. Félagið leiti leiða til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki í vetur og í lok vetrar verði staðan tekin til að meta hvort og þá hversu mikið vanti upp á reksturinn til að klára árið 2021 (þ.e. hefja vertíðina að hausti 2021).
  b) Barna- og unglingaráð UMFS (knattspyrna):Dalvíkurbyggð mun ekki styrkja Barna- og unglingaráð það sem félagið mun fá styrk/greiðslu frá aðalstjórn UMFS.
  c) Sundfélagið Rán:Félagið fái niðurfellt 50% af leigu á sundlauginni í ljósi þess að aðstaðan hefur ekki verið til staðar hluta af ári og félagið finni aðrar leiðir til að brúa bilið, s.s. með minni útgjöldum eða auknum fjáröflunum.
  d) Blakfélagið Rimar: Ekki þarf að leggja neitt til, þar sem umsóknin er dregin til baka.
  e) Dalvík/ Reynir - rekstur knattspyrnuvallar: Lagt til að árið 2021 verði styrkupphæð í samningi óbreytt (þrátt fyrir lægri útgjöld árið 2020 en gert var ráð fyrir, en þar er vissulega fyrirvari á því). Við teljum ekki vera tímann núna til að auka stöðugildi og leggjum því til að þessari umræðu um starfsmann verði frestað um eitt ár og staðan tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur sem fram koma hér að ofan í liðum a) - e). Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna a) Skíðafélags Dalvíkur, b) Barna- og unglingaráðs UMFS knattspyrna, c) Sundfélagsins Ránar, d) Blakfélagsins Rima og e) Dalvík/Reynir knattspyrna.
 • Sveitarstjóri upplýsti að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs muni láta af störfum þann 30. apríl 2021 vegna aldurs.

  Með fundarboði fylgdi uppsögn sviðsstjóra úr starfi og starfslýsing sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs frá ágúst 2020.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra úrvinnslu málsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda uppsögn sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs vegna aldurs og ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra úrvinnslu mála vegna starfsloka sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 965, frá 12.11.2020

Málsnúmer 2011016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liðir 1, 9, 10, 11, 12, 14, 15 og 16 eru sérliðir á dagskrá.
Til afgreiðslu:
Liður 6 og 18.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Á 326. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
  946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
  "Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
  Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

  Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

  Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag."

  Enginn tók til máls.
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sæki um að verða þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag fyrir árið 2021.


  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 965 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fresta þátttöku í ofangreindu verkefni og kannað verði með þátttöku á árinu 2022. Árið 2021 yrði þá notað til að kynna sér hvernig aðkoma sveitarfélagsins yrði að verkefninu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022.
 • Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu framkvæmdastjórnar að gjöf til starfsmanna sveitarfélagsins, umbun fyrir að standa vaktina á árinu, oft við mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður á erfiðum tímum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 965 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar, kostnaður rúmast innan deildar 21600 og er honum vísað þangað. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að kostnaði sé vísað á deild 21600.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 966, frá 19.11.2020

Málsnúmer 2011021FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sérliður á dagskrá.
Ekkert þarfnast afgreiðslu í fundargerðinni.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Atvinnumála- og kynningarráð - 58, frá 12.11.2020

Málsnúmer 2011018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 4. lið.

Fleiri tóku ekki til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 244, frá 10.11.2020.

Málsnúmer 2011015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Fræðsluráð - 253, frá 11.11.2020

Málsnúmer 2011012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 124, frá 10.11.2020.

Málsnúmer 2011014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 6 er sérliður á dagskrá.
Ekkert þarfnast afgreiðslu í fundargerðinni.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Landbúnaðarráð - 136, frá 19.11.2020

Málsnúmer 2011020FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 3. lið.

Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Menningarráð - 82, frá 13.11.2020

Málsnúmer 2011017FVakta málsnúmer

Fundrgerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

12.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 23, frá 04.11.2020

Málsnúmer 2010018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sérliður á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfisráð - 343, frá 06.11.2020

Málsnúmer 2011010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liðir 3, 5a, 5b, 7, 8 og 11, eru sérliðir á dagskrá.
Til afgreiðslu:
4. liður a og b, 12. og 13. liður.

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson, um 5. lið.
 • Til umræðu og afgreiðslu innsent erindi frá Frey Antonssyni fyrir hönd Latibule ehf vegna skautasvells og æfingasvæðis samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 343 a.Umhverfisráð samþykkir umsóknina um skautasvell á Stórhólstjörn og veitir leyfi til eins árs með fyrirvara um samráð við skíðafélagið varðandi vatnsöflun.
  b.Umhverfisráð leggur til að veitt verði leyfi til að útbúa og halda úti æfingasvæði fyrir vélsleða á túnum sunnan við sundlaug og knattspyrnuvöll.
  Nákvæm afmörkun og útfærsla verði unnin í samráði við sviðsstjóra.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir,sem fór yfir helstu breytingar sem orðið hafa á umsóknum um skautasvell og æfingasvæði fyrir vélsleða frá umfjöllun og afgreiðslu umhverfisráðs þann 6. nóvember. Í ljósi margvíslegra breytinga er lagt til að málinu verði vísað aftur til umhverfisráðs til frekari umfjöllunar.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
 • 13.12 201807009 Umsókn um byggingarleyfi
  Með innsendu erindi dags. 13. október óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík. Umhverfisráð - 343 Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda framlengingu á byggingarleyfi um allt að sex mánuði.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framlengingu á byggingarleyfi um allt að sex mánuði.
 • Með innsendu erindi dags. 14. október óskar Sævaldur Jens Gunnarsson fyrir hönd hestamannafélagsins Hrings eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 343 Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdarleyfi með fyrirvara um að neðangreind skilyrði Vegagerðarinnar séu uppfyllt.

  1.Reiðleið skal vera eins langt frá vegi og aðstæður leyfa, æskilega í sömu fjarlægð frá þjóðvegi og reiðleið norðan Þverár (5-7 m).
  2.Ræsi í þverskurði sem reiðleið þverar skulu vera af sömu stærð eða stærri en ræsi undir þjóðveg til þess að raska ekki afvötnun umhverfis veg.
  3.Tilkoma reiðvegar meðfram þjóðvegi skal ekki hindra afvötnun úr vegskurðum.
  4.Móta skal vegfláa á milli vegar og nýrrar reiðleiðar með fláa 1:3 og skal yfirborð hans uppfylla kröfur sem fram settar eru í kafla 2.3 í veghönnunarreglum um öryggissvæði
  5.Þverun reiðvegar yfir þjóðveg skal útfærð með þeim hætti að ríðandi séu sýnilegir í aðdraganda þverunar og því skal reiðleið ekki hækka aflíðandi í aðdraganda þverunar.
  Auk þess skal þverun útfærð með þeim hætti að hún liggi þvert yfir veg og æskilega að gerður sé hlykkur á reiðleið í aðdraganda þverunar (sjá leiðbeiningar um reiðvegi á vef Vegagerðarinnar)
  6.Framkvæmdaaðili skal tryggja að merkingar við vinnusvæðið séu í samræmi við gildandi reglur um vinnusvæðamerkingar.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að skilyrði Vegagerðarinnar sem eru upptalin í fundargerðinni séu uppfyllt.

14.Umhverfisráð - 344, frá 20.11.2020.

Málsnúmer 2011013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Sérliðir á dagskrá; 1, 3, 4, 5, 6, 7.
Til afgreiðslu:
2. liður hvað varðar samþykki eigenda og grenndarkynningu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Með innsendu erindi dags. 30. október 2020 óskar Neyðarlínan eftir leyfi til uppsetningar á 30 metra fjarskiptamastri ásamt tækjahúsi og varaaflsstöðvarhúsi við Gunnarsbraut 4 á Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 344 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna verkefnið fyrir eftirfarandi nágrönnum.
  Samþykki eigenda Gunnarsbrautar 4
  Grenndarkynnt fyrir eftirtöldum aðilum:
  Gunnarsbraut 6 og 10
  Karlsbraut 2 til 20
  Karlsrauðatorg 4 og 6
  Ránarbraut 1,2,4A,4B,5,7,9 og 10

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhlóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um grenndarkynningu á verkefninu.

15.Stjórnendahandbók og Starfsmannahandbók með Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202008027Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020 voru til umfjöllunar tillögur vinnuhóps að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar. Einnig kom sérstakur rýnihópur að málum. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar og tekur undir þakkir byggðaráðs til vinnuhópsins og rýnihópsins fyrir mikla og góða vinnu.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga;Stytting vinnuvikunnar skv. kjarasamningum

Málsnúmer 202009078Vakta málsnúmer

Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september 2020 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs um að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 18. nóvember 2020, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er bréf frá heildarsamtökum og stéttarfélögum starfsmanna sveitarfélaga til sveitastjórnarfólks um allt land. Þar er fjallað um styttingu vinnuvikunnar og mikilvægi þess að rétt sé staðið að því innleiðingarferli sem nú er í gangi, eða er að fara í gang, á vinnustöðum sveitarfélaganna.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá 956. fundi byggðaráðs þann 24.09.2020; Frá Dalvíkurskóla; Beiðni um viðauka vegna veikinda

Málsnúmer 202009114Vakta málsnúmer

Á 956. fundi byggðaráðs þann 24.09.2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 21. september 2020, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna veikinda tveggja starfsmanna við deild 04210 að upphæð kr. 2.032.633
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna launa við fjárhagsáætlun 2020, viðauki nr. 31 á deild 04210, að upphæð kr. 2.032.633 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda launaviðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun 2020 á deild 04210 að upphæð kr. 2.032.633 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 963. fundi byggðaráðs þann 29.10.2020; Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna brunamála

Málsnúmer 202010111Vakta málsnúmer

Á 963. fundi byggðaráðs þann 29.10.2020 var eftirfarandí bókað:
"Á 960. fundi byggðaráðs var til umfjöllunar erindi Fjallabyggðar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna og beiðni um viðræður ásamt tillögum sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um að fá HLH ráðgjöf til liðs við sveitarfélögin varðandi úttekt brunamála. Byggðaráð samþykkti að gengið yrði til samninga við HLH og fól sveitarstjóra að leggja viðauka fyrir byggðaráð vegna kostnaðar við verkefnið. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra dagsett þann 29. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr.730.238 án vsk við deild 07210, lykil 4391, og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni sveitarstjóra um viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 730.238 á lið 07210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 730.238 á lið 07210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð.

19.Frá 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020; Frá fræðslu- og menningarsviði; Beiðni um viðauka v. framkvæmdastyrks til Hestamannafélagsins

Málsnúmer 202011049Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem lagt er til að fjárfestingarstyrkur til Hestamannafélagsins Hrings verði lækkaður um 9,0 m.kr á árinu vegna frestunar á framkvæmdum, deild 32200 og lykill 11603. Um er að ræða heildarendurskipulagningu á uppbyggingu íþróttamannvirkja í kjölfarið á Covid19 faraldri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.000.000 lækkun á deild 32200, lykill 11603 og hækkun á handbæru fé um kr. 9.000.000, vísað til sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.000.000 lækkun á deild 32200, lykill 11603 og hækkun á handbæru fé á móti.

20.Frá 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020; Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna fjárfestinga 2020, Dalbær

Málsnúmer 202011042Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á fjárfestingum. Gert var ráð fyrir 40 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2020 til framkvæmda við Dalbæ en samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra og stjórn verður ekki fjárfest nema fyrir helming þeirrar upphæðar fyrir áramót, eða 20 milljónir króna. Því er sótt um viðauka upp á 20 milljóna króna lækkun á fjárfestingum, málaflokkur 32200 lykill 11500. Viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Einnig verði þriggja ára áætlun breytt þannig að framlag til Dalbæjar vegna fjárfestinga ársins 2022 verði 20 milljónir króna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 20.000.000 vegna lækkunar á fjárfestingaáætlun 32200-11500 og hækkun á handbæru fé um sömu upphæð, vísað til sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 20.000.000 vegna lækkunar á fjárfestingaáætlun 32200-11500 og hækkun á móti á handbæru fé um sömu fjárhæð.

21.Frá 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020; Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Beiðni um viðauka vegna tekna Hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 202011019Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 3. nóvember 2020, þar sem fram kemur að til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár var gengið að því vísu að um tíðari landanir yrði að ræða á þessu ári Þetta hefur ekki gengið eftir þó var september góður mánuður hvað lönduðum afla áhrærir hér á Dalvík. Tekjur af aflagjaldi stefna á að lækka um kr. 11.000.000,- og einnig hefur farþegagjald, sem eru tekjur af hvalaskoðun, lækkað um kr. 5.000.000,-. Þetta eru þeir tveir einstöku tekjuliðir sem mestu breytingar hafa tekið. Að framansögðu er óskað eftir viðauka til lækkunar á tekjum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 16.000.000,-, sjá viðhengi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 16.000.000, deild 41010, lækkun tekna annars vegar um 11.000.000 á lið 0248 og hins vegar um 5.000.000 á lið 0261 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 16.000.000 - lækkun tekna á deild 41010, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

22.Frá 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020; Fjárhagsáætlun 2020; heildarviðauki III og útkomuspá

Málsnúmer 202010103Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2020 og útkomuspá tekinn til umfjöllunar og afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020 eins og hann liggur fyrir og breytingum á forsendum til sveitarstjórnar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020.
Helstu niðurstöður:
Samstæða A- og B- hluta, tap að upphæð kr. 9.246.000
Aðalsjóður, tap að upphæð kr. 161.497.000.
A-hluti (Aðalsjóður og Eignasjóður), tap að upphæð kr. 49.192.000.
Áætlaðar fjárfestingar A- og B- hluta, kr. 347.841.000
Áætluð lántaka A- og B- hluta, kr. 205.000.000
Sala eigna A- og B- hluta, kr. 53.209.000.
Veltufé frá rekstri A- og B- hluta kr. 182.988.000.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020 eins og hann liggur fyrir.

23.Frá 343. fundi umhverfisráðs þann 06.11.2020; Snjómokstursútboð 2020-2023 a) Fyrirkomulag útboðs b) Samningur við G. Hjálmarsson.

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar og umræðu úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2020 frá 30.09.2020 ásamt samningsdrögum fyrir vetrarþjónustu á Árskógsströnd.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir niðurstöðu innkauparáðs Dalvíkurbyggðar um snjómokstursútboð á fundi framkvæmdastjórnar þann 26.10.2020 um að snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík og snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík verði boðið út í einu lagi. Jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að fá tilboð frá Ríkiskaupum varðandi umsjón með útboðinu. a)Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar niðurstöður innkauparáðs. b)Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógsströnd á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar með gildistíma 2020-2023 og vísar samningnum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum "

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:57.
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:58.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík og snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík verði boðið út í einu lagi. Jafnframt að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fái tilboð frá Ríkiskaupum varðandi umsjón með útboðinu, Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samning um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógsströnd á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar með gildistíma 2020-2023, Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karldsóttir taka ekkki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

24.Frá 343. fundi umhverfisráðs þann 06.11.2020; Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir komu inn á fundinn að nýju kl. 17:00.

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, unna af EFLU verkfræðistofu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, unna af EFLU verkfræðistofu, og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Frá 343. fundi umhverfisráðs þann 06.11.2020; Umsögn um tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Málsnúmer 202010095Vakta málsnúmer

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umsagnar tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn vegna umsagnar um tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.

26.Frá 343. fundi umhverfisráðs þann 06.11.2020; Könnun á húsnæðisþörf 55

Málsnúmer 202010079Vakta málsnúmer

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar niðurstaða könnunar á húsnæðisþörf 50 í Dalvíkurbyggð
Með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar leggur umhverfisráð til að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað.

27.Frá 344. fundi umhverfisráðs þann 20.11.2020; Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu vinnslutillögur deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Undir þessum lið kom Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi inn á fundinn kl. 09:04 og fór yfir breytingar frá fyrri drögum. Lilja vék af fundi kl. 09:44
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjafa að uppfæra vinnslutillögu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfsiráðs um að skipulagsráðgjafa verði falið að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli og leggja fram skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Frá 344. fundi umhverfisráðs þann 20.11.2020; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 breyting vegna deiliskipulags Birkiflatar í Skíðadal

Málsnúmer 202011089Vakta málsnúmer

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 8.9.2020 frá Eflu verkfræðistofu f.h. landeiganda Birkiflatar í landi Kóngsstaða þar sem sótt er um breytingu á aðalskipulagi þannig að svæði 629-F fyrir frístundabyggð verði stækkað til suðurs og að þar verði heimilt að byggja 8 frístundahús. Lagt er fram breytingablað aðalskipulags dags. 17.11.2020. Í breytingunni felst einnig leiðrétting á ákvæðum um svæðið til samræmis við önnur svæði fyrir frístundabyggð.
Þar sem breytingin er óveruleg leggur umhverfisráð til að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisráð leggur til að breytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um breytingu á aðalskipulagi þannig að svæði 629-F fyrir frístundabyggð verði stækkað til suðurs og að þar verði heimilt að byggja 8 frístundahús. Jafnframt að í breytingunni felst einnig leiðrétting á ákvæðum um svæðið til samræmis við önnur svæði fyrir frístundabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að um óverulegu breytingu sé að ræða. Farið verði því með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að Skipulagsstofnun verði send breytingin til yfirferðar og staðfestingar og að niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst.

29.Frá 344. fundi umhverfisráðs þann 20.11.2020; Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð heimilaði þann 3. júlí sl. að lögð yrði fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem er dagsett 4. nóvember og unnin af EFLU verkfræðistofu. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal, dagsett þann 4. nóvember 2020 og unnin af EFLU verkfræðistofu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

30.Frá 344. fundi umhverfisráðs þann 20.11.2020; Breytingar á gildandi deiliskipulagi Skáldalækjar-Ytri

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftifarandi bókað:
"Lóðarhafar og landeigandi Skáldalæks sækja um leyfi til þess að fá að leggja fram tillögu að breytingum á núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skáldalæks, svæði 660-F. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í formi deiliskipulagsuppdráttar dags. 14.11.2020 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt og Guðmundi Gunnarssyni ráðgjafa. Auk þess er lagt fram undirritað samþykki allra fjögurra lóðarhafa ásamt landeiganda fyrir breytingunum. Í deiliskipulagstillögunni er lagt til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á núgildandi deiliskipulagi:
1. Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m².
2. Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir.
3. Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum.
4. Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m².
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skáldalæks, svæði 660-F, í formi deiliskipulagsuppdráttar dags. 14.11.2020 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt og Guðmundi Gunnarssyni ráðgjafa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

31.Frá 344. fundi umhverfisráðs þann 20.11.2020; Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu áframhaldandi vinna við deiliskipulag á Hauganesi. Undir þessum lið kom inn á fundinn Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kl. 09:54 Ágúst vék af fundi kl. 10:36
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að halda áfram skipulagsvinnu sem teknar verða fyrir á næsta fundi ráðsins."

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

32.Frá 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020; Útsvar - ákvörðun fyrir árið 2021

Málsnúmer 202010122Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þá er gert ráð fyrir að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára eða 14,52%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að útsvarsprósenta milli áranna 2020 og 2021 verði óbreytt, eða 14,52%."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli áranna 2020 og 2021 og verði árið 2021 14,52%.

33.Frá 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020; Fasteignaálagning 2021; tillaga

Málsnúmer 202006091Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt vinnu við fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt. Fyrir liggja tillögur að gjaldskrá vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu vegna ársins 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að álagningarhlutföll fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og vísar tillögu að fasteigna- og þjónustugjöldum 2021 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tillögu að álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu og fasteignagjalda:
Álagning fasteigna- og þjónustugjalda 2021

Álagningin byggir á fasteignamati samkvæmt Landsskrá fasteigna frá 1. febrúar 2020.

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A; 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2020).
Vatnsgjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald; kr. 46.746 ,- á íbúð og kr. 23.013,- á frístundarhús (var kr. 44.948,- og kr. 22.474,-.)


Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005
Fasteignaskattur B; 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C; 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða; 1% af fasteignamati lóðar (óbreytt milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða; 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands; 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).


Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 4.928,22- kr. pr. íbúð og 180,88- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 4.798,66 og kr. 176,12 kr.)
b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 15.087,38- kr. pr. eign og 199,8846 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 14.690,73 og kr. 194,22)
c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt milli ára)

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 16.720,88- kr. pr. íbúð og 348,93 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 16.281,29 og kr. 339,76)
b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 38.526,87 kr. pr. eign og 348,93 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 37.513,99 og kr. 339,76 )
c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 16.709,97 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 12.962,51 (var kr. 16.270,66 og kr. 12.621,72)
d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt)

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.


34.Frá 344. fundi umhverfisráðs þann 20.11.2020;Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfisráð leggur til að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til ársloka 2022. Ráðið leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim lóðum sem eru til úthlutunar á þessum forsendum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu vegna álitamála.
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar að vísa þessum lið til byggðaráðs til nánari útfærslu.

35.Frá Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga 04.11.2020; Gjaldskrár TÁT 2021.

Málsnúmer 202009098Vakta málsnúmer

Á fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 4. nóvember 2020 samþykkti nefndin að leggja til að gjaldskrá hækki um 2,7% milli ára og vísaði endurskoðaðri tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2021 til samþykktar í Bæjarráði Fjallabyggðar og Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna ársins 2021.

36.Frá 964. fundi byggðaráðs þann 06.11.2020; Gjaldskrár 2021; Tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 samþykkti byggðaráð að vísa eftirtöldum gjaldskrá vegna ársins 2021 til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu eins og þær liggja fyrir.

Gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu 2021.
Framfærslukvarði 2021.
Gjaldskrá fyrir matarsendingar 2021.
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2021.
Gjaldskrá vegna dagforeldra 2021.
Gjaldskrá fyrir lengda viðveru 2021.
Gjaldskrá fyrir búfjárleyfi og lausagöngu 2021.
Gjaldskrá fyrir fjallskil 2021.
Gjaldskrá fyrir hundahald 2021.
Gjaldskrá fyrir kattahald 2021.
Gjaldskrá fyrir leiguland 2021.
Reglur og greiðslur fyrir refaveiðar 2021.
Gjaldskrá fyrir upprekstrargjald 2021.
Gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð 2021.
Gjaldskrá fyrir Félagsmiðstöðina Týr 2021.
Gjaldskrá fyrir félagsheimilið Árskóg 2021.
Gjaldskrá fyrir Dalvíkurskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir Frístund 2021.
Gjaldskrá fyrir skólamat í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir leikskólann Krílakot og Kötlukot 2021.
Gjaldskrá fyrir Byggðasafnið Hvol 2021.
Gjaldskrá fyrir Bókasafn Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla 2021.
Gjaldskrá byggingafulltrúa 2021.
Gjaldskrá Sorphirðu 2021.
Gjaldskrá vegna leigu í Böggvisstaðaskála 2021.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2021.
Reglur og gjaldskrá fyrir leigu á verbúðum 2021.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2021.
Slökkvilið Dalvíkur 2021.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár vegna ársins 2021 eins og þær liggja fyrir

37.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.Síðari umræða.

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Á 328. fundi sveitarstjórn þann 27. október 2020 var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2021 til til fyrri umræðu og svar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa henni óbreyttri til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021.

38.Frá 966. fundi byggðaráðs þann 19.11.2020; Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 966. fundi byggðaráðs þann 19.nóvember 2020 samþykkti byggðaráð að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 ásamt starfsáætlunin og ýmsum öðrum vinnugögnum.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.
Þórhalla Karlsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Síðari umræða er á áætlun 15. desember n.k.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs