Lög um neyðarástand í sveitarfélagi

Málsnúmer 202003095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 938. fundur - 19.03.2020

Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 - neyðarástand í sveitarfélagi.

Tekin fyrir lög sem voru samþykkt á Alþingi gær, 18. mars. Þau eru sett til að rýmka heimildir sveitarstjórna og tryggja að hægt sé að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þegar neyðarástand ríkir. Þarna eru m.a. veittar heimildir til fjarfunda sveitarstjórna og fastanefnda.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sveitarstjórn og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni nýta fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess.

Sveitarstjórn - 323. fundur - 31.03.2020

Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 - neyðarástand í sveitarfélagi. Tekin fyrir lög sem voru samþykkt á Alþingi gær, 18. mars. Þau eru sett til að rýmka heimildir sveitarstjórna og tryggja að hægt sé að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þegar neyðarástand ríkir. Þarna eru m.a. veittar heimildir til fjarfunda sveitarstjórna og fastanefnda.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sveitarstjórn og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni nýta fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fundargerðir skuli að loknum fjarfundum vera staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi auglýsing, dagsett þann 11. ágúst 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Gildistíminn er frá 12. ágúst og til 10. nóvember 2020.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krejast þess eða til 10. nóvember 2020. Fyrri samþykkt sveitarstjórnar um fjarfundi var afgreidd á fundi þann 31. mars 2020. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 5. nóvember 2020, þar sem fram kemur að ráðherra hefur í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga framlengt heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021 til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. Heimildin gildir til 10. mars 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt sveitarstjórnar Dalvikurbyggðar frá 27.10.2020 um að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess verði framlengd eða til 10. mars 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 05.11.2020, þar sem vakin er athygli á auglýsingu þess efnis að ráðherra hefur framlengt heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og ákveða ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess eða til 10. mars 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.