Umhverfisráð - 343, frá 06.11.2020

Málsnúmer 2011010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liðir 3, 5a, 5b, 7, 8 og 11, eru sérliðir á dagskrá.
Til afgreiðslu:
4. liður a og b, 12. og 13. liður.

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson, um 5. lið.
 • Til umræðu og afgreiðslu innsent erindi frá Frey Antonssyni fyrir hönd Latibule ehf vegna skautasvells og æfingasvæðis samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 343 a.Umhverfisráð samþykkir umsóknina um skautasvell á Stórhólstjörn og veitir leyfi til eins árs með fyrirvara um samráð við skíðafélagið varðandi vatnsöflun.
  b.Umhverfisráð leggur til að veitt verði leyfi til að útbúa og halda úti æfingasvæði fyrir vélsleða á túnum sunnan við sundlaug og knattspyrnuvöll.
  Nákvæm afmörkun og útfærsla verði unnin í samráði við sviðsstjóra.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir,sem fór yfir helstu breytingar sem orðið hafa á umsóknum um skautasvell og æfingasvæði fyrir vélsleða frá umfjöllun og afgreiðslu umhverfisráðs þann 6. nóvember. Í ljósi margvíslegra breytinga er lagt til að málinu verði vísað aftur til umhverfisráðs til frekari umfjöllunar.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
 • Með innsendu erindi dags. 13. október óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík. Umhverfisráð - 343 Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda framlengingu á byggingarleyfi um allt að sex mánuði.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framlengingu á byggingarleyfi um allt að sex mánuði.
 • Með innsendu erindi dags. 14. október óskar Sævaldur Jens Gunnarsson fyrir hönd hestamannafélagsins Hrings eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 343 Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdarleyfi með fyrirvara um að neðangreind skilyrði Vegagerðarinnar séu uppfyllt.

  1.Reiðleið skal vera eins langt frá vegi og aðstæður leyfa, æskilega í sömu fjarlægð frá þjóðvegi og reiðleið norðan Þverár (5-7 m).
  2.Ræsi í þverskurði sem reiðleið þverar skulu vera af sömu stærð eða stærri en ræsi undir þjóðveg til þess að raska ekki afvötnun umhverfis veg.
  3.Tilkoma reiðvegar meðfram þjóðvegi skal ekki hindra afvötnun úr vegskurðum.
  4.Móta skal vegfláa á milli vegar og nýrrar reiðleiðar með fláa 1:3 og skal yfirborð hans uppfylla kröfur sem fram settar eru í kafla 2.3 í veghönnunarreglum um öryggissvæði
  5.Þverun reiðvegar yfir þjóðveg skal útfærð með þeim hætti að ríðandi séu sýnilegir í aðdraganda þverunar og því skal reiðleið ekki hækka aflíðandi í aðdraganda þverunar.
  Auk þess skal þverun útfærð með þeim hætti að hún liggi þvert yfir veg og æskilega að gerður sé hlykkur á reiðleið í aðdraganda þverunar (sjá leiðbeiningar um reiðvegi á vef Vegagerðarinnar)
  6.Framkvæmdaaðili skal tryggja að merkingar við vinnusvæðið séu í samræmi við gildandi reglur um vinnusvæðamerkingar.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að skilyrði Vegagerðarinnar sem eru upptalin í fundargerðinni séu uppfyllt.