Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 945. fundur - 28.05.2020

Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli hefst vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun í maí. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir fór yfir og kynnti:
a) Tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 kynnt Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í lok maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 17.nóvember 2020.
b) Tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar lögð fram. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 7. september 2020.

Farið yfir ofangreint og áherslur í rekstri sveitarfélagsins til næstu ára.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024.

Byggðaráð samþykkir samhljóða tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og felur sveitarstjóra að birta auglýsinguna á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Einnig að senda auglýsinguna á félagasamtök, íbúasamtök og hverfasamtök í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 945. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli hefst vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun í maí. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir fór yfir og kynnti:
a) Tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 kynnt Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í lok maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 17.nóvember 2020.
b) Tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar lögð fram. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 7. september 2020.

Farið yfir ofangreint og áherslur í rekstri sveitarfélagsins til næstu ára.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024.

Byggðaráð samþykkir samhljóða tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og felur sveitarstjóra að birta auglýsinguna á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Einnig að senda auglýsinguna á félagasamtök, íbúasamtök og hverfasamtök í sveitarfélaginu."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og a) fyrirliggjandi tillögu tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og b) fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

Byggðaráð - 948. fundur - 25.06.2020

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá fjármála- og stjórnsýslusviði kom inn á fundinn kl. 14:42.

Til umræðu fjárhagsrammar og forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og 3ja ára fjárhagsáætlunar.

Ekki liggur enn fyrir þjóðhagsspá að sumri eða forsendur frá Sambandinu en stjórn Sambandsins bókaði á fundi sínum þann 12. júní að "hún telur það vera áhyggjuefni að vegna frestunar á framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar 2021-2025 muni óvissa í forsendum fjárhagsáætlana verða meiri en ella. Leggja þarf sérstaka áherslu á nána samvinnu hlutaðeigandi ráðuneyta, Hagstofu Íslands og Sambandsins, þannig að tryggt verði með öllum ráðum að sveitarfélögin fái sem gleggstar upplýsingar, og í tæka tíð, fyrir gerð fjárhagsáætlana þeirra."

Launafulltrúi sendir út þarfagreiningu vegna launa til stjórnenda núna um mánaðarmótin.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 949. fundur - 09.07.2020

Á 948. fundi byggðaráðs þann 25. júní s.l. var til umræðu fjárhagsrammar og forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og 3ja ára fjárhgsáætlunar.

Til umræðu fyrstu drög að forsendum með fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021-2024 en Hagstofa Íslands gaf út endurskoðaða Þjóðhagsspá til áranna 2020 til 2025 þann 26. júní s.l.

Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að forsendum með fjárhagsáætlun.

Byggðaráð - 950. fundur - 21.07.2020

Á 949. fundi byggðaráðs þann 9. júlí s.l. voru til umfjöllunar fyrstu drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærð drög að forsendum ásamt fylgiskjölum:
Yfirlit yfir íbúaþróun 1998-2020
Áhættugreiningu

Einnig til kynningar samantekt á útsvarsgreiðslum janúar - júní 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2021. Forsendurnar verði uppfærðar eftir því sem við á.

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Á 950. fundi byggðaráðs þann 21. júlí 2020 voru samþykktar forsendur með fjárhagsáætlun 2021. Hluti af forsendum er að unnið sé að áhættugreiningu og fyrirvörum með áætlun.

Með fundarboði fylgdi vinnuskjal, fylgiskjal II, með forsendum fjárhagsáætlunar til umfjöllunar.
Byggðaráð felur framkvæmdastjórn að vinna að skjalinu og leggja fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 953. fundur - 03.09.2020

a) Áhættugreining - yfirferð framkvæmdastjórnar

Með fundarboði fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar hvað varðar áhættugreiningu með forsendum fjárhagsáætlunar 2021-2024.

b) Umræður um verklag, áherslur og markmið vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024.

c) Drög að fjárhagsramma 2021 - til umræðu.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2021.
a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við áhættugreininguna.
b) Til umræðu.
c) Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að rammanum fyrir næsta fund.

Fræðsluráð - 251. fundur - 09.09.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, fóru yfir drög að starfsáætlun sinnar stofnunar fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Á 953. fundi byggðaráðs kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrstu drög að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2021. Á milli funda hafa ekki verið gerðar tillögur að breytingum en nú liggur fyrir launaáætlun 2021 skv. þarfagreiningum stjórnenda og voru niðurstöður úr þeirri þarfagreiningu kynntar á fundinum í samanburði við rammaáætlun.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021 með fyrirvara um yfirferð þarfagreiningu launa samkvæmt ábendingum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 56. fundur - 15.09.2020

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu á málalykli 21500, markaðs- og kynningarmál.

Málin rædd í ljósi stöðu markaðsmála í kjölfar Covid-19. Farið yfir hvar sé hægt að bæta í ef tækifæri gefst útfrá fjárhagsáætlun næsta árs.

Tekinn fyrir tölvupóstur frá N4 fjölmiðill og sá möguleiki ræddur að setja upp heildarpakka í ljósi 3ja ára áætlunar 2022-2024.
Nútímalegri hugmyndir að markaðssetningu fyrir sveitarfélagið ræddar og ákveðið að reyna að fá aukið fjármagn inn í fjárhagsáætlun 2021 vegna þess.

Ráðið samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að sækja eftir auknu fjármagni vegna markaðssetningar á sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020

Á 954. fundi byggðaráðs þann 10. september s.l. var tekin til umfjöllunar tillaga að fjárhagsramma 2021 og samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um þarfagreiningu starfa og launaáætlanir.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021 með fyrirvara um þarfagreiningu starfa og launaáætlanir.

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Björk Hólm Þorsteinsdóttir fór yfir drög að starfs - og fjárhagsáætlun safna í Dalvíkurbyggð fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

a) Endurskoðun á tímaramma

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir stöðu mála hvað varðar vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 og leggja til að skilum á tillögum á starfs - og fjárhagsáætlun verði seinkað um eina viku eða til og með 6. október n.k. til að fagráðin og starfsmenn hafi meira svigrúm til að fjalla um innsend erindi.

b) Beiðnir um viðbótarstöðugildi, sbr. starfs- og kjaranefnd.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samantekt hvað varðar beiðnir stjórnenda um viðbótarstöðugildi 2021.

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:05.

c) Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Myndavélakerfi - á að fara í 2020 eða síðar

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti kostnað við myndavélakerfi við Dalvíkurskóla með vísan í vangaveltur byggðarráðs um hvort brýnt sé að setja upp myndavélar við skólann fyrr en seinna.

d) Drög að rekstraryfirliti 2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að rekstraryfirliti 2021 miðað við samþykktan fjárhagsramma, launaáætlun 2021 og áætlaðar millifærslur.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á tímaramma fjárhagsáætlunarvinnu þannig að skil á tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 ásamt fylgigögnum verði 6. október n.k.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara stjórnendum í samræmi við áherslur byggðaráðs og upplýsingar sem kynntar voru á fundinum.
c) Byggðaráð telur að kostur sé að setja upp myndarvélar fyrr en seinna og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skoða málið áfram.
d) Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 21. fundur - 25.09.2020

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun TÁT skólaárið 2020 - 2021.
Skólanefnd TÁT samþykkir starfsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2021.

Fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2021 lögð fram til kynningar.

Menningarráð - 81. fundur - 02.10.2020

Lögð er fram starfsáætlun menningarsviðs(málaflokks 05)

Fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021(málaflokks 05) lögð fram til kynningar
Menningarráð samþykkir starfsáætlun menningarsviðs(málaflokk 05 með þremur atkvæðum.

Fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021(málaflokk 05) lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 lögð fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina.
Starfsáætlun fyrir málaflokk 06 lögð fram. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir starfsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021 með 5 atkvæðum.

Fræðsluráð - 252. fundur - 06.10.2020

Lögð er fyrir Starfsáætlun fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2020.

Fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021 (málaflokk 04) lögð fram til kynningar.
Fræðsluráð samþykkir Starfsáætlun fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2021 með fimm greiddum atkvæðum.

Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2021.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 57. fundur - 07.10.2020

Starfs- og fjárhagsáætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar fyrir ráðið.

Þá var einnig yfirfarið minnisblað frá þjónustu- og upplýsingafulltrúa vegna beiðnar um aukið fjármagn í markaðs- og kynningarmál næstu ára.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir Starfsáætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa og ráðsins fyrir fjárhagsárið 2021 með fimm greiddum atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa og ráðsins fyrir fjárhagsárið 2021 né minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 957. fundur - 08.10.2020

Skiladagur stjórnenda á tillögum á starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 var þriðjudaginn 6. október s.l.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu starfsáætlanir og ýmis önnur vinnugögn vegna byrjunar á yfirferð byggðaráðs.

Til umræðu næstu fundir byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunar og kynningar sviðsstjóra á tillögum fagsviða og fagráða.

Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að fundum byggðaráðs með sviðsstjórum í næstu viku þar sem farið verður yfir tillögur fagráða og stjórnenda.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 22. fundur - 09.10.2020

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT fór yfir helstu áherslur og breytingar í fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 958. fundur - 13.10.2020

a) Sviðsstjóri félagsmálasviðs.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 16:15.

Eyrún kynnti tillögur sviðssins og félagsmálaráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir málaflokk 02; félagsþjónusta.

Eyrún vék af fundi kl. 17:05.

b) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 17:10 í gegnum fjarfund (TEAMS).
Gísli kynnti tillögur sviðssins og fræðsluráðs, menningarráðs og íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir málaflokka 04, 05 og 06 að undanskilinni deild 06270; Vinnuskóli.

Gísli vék af fundi kl. 18:50.

c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur fjármála-og stjórnsýslusviðs og atvinnumála- og kynningarráðs vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024, vegna málaflokks 00, deilda 03020, 13010, 13410, 13800, málaflokka 20, 21, 22, 28, 57.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 959. fundur - 14.10.2020

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl.16:15.

Börkur og Steinþór kynntu tillögur umhverfis- og tæknisviðs, eigna- og framkvæmdadeildar og umhverfisráðs að viðhaldi, framkvæmdum og fjárfestingum Eignasjóðs, Eignasjóður málaflokkar 31 og 32. Einnig kynntu Börkur og Steinþór, eftir því sem við á, tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka 07, 08, 09, 10, 11, og deildir 06270, 13200, 13210,13700, 13710 og 13720.

Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 19:00.

b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun 2021 vegna verkefna þjónustu- og upplýsingafulltrúa og atvinnumála- og kynningarráðs.


c) Yfirferð yfir starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs frestað til næsta fundar.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 960. fundur - 15.10.2020

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:20.

a) Undir þessum lið koma á fundinn í gegnum fjarfund (TEAMS) Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:21.

Þorsteinn kynnti tillögur veitu- og hafnasviðs og veitu- og hafnaráðs að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 41, 43, 47 og 73 ásamt tillögum að framkvæmdum og fjárfestingum.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:30.

b) Umræður um fyrirliggjandi tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun sem kynntar hafa verið og næstu skref.
og m.a. umræða um Gamla skóla.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 961. fundur - 19.10.2020

Á fundinum var farið yfir vinnugögn sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi í rafpósti 19.10.2020.

a) Samantekt yfir niðurstöður tillagna vinnubóka vs. fjárhagsramma.
b) Beiðnir um búnaðarkaup.
c) Tillaga umhverfis- og tæknisviðs að viðhaldi Eignasjóðs.
d) Tillögur umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að fjárfestingum og framkvæmdum.

Á fundinum voru gerðar tillögur að breytingum og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að fylgja þeim málum eftir við sviðsstjóra eftir því sem við á.

Markmiðið er að byggðaráð ljúki sinni yfirferð yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi sem er fimmtudaginn 22. október n.k.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020


Framhald á yfirferð byggðaráðs á tillögum fagsviða og fagráða:
a) Tillögur að fjárhagsáætlun vs. fjárhagsramma- tillögur eftir ábendingar um breytingar.
b) Beiðnir um búnaðarkaup - tillögur eftir tilmæli byggðaráðs um niðurskurð.
c) Tillögur um viðhald Eignasjóðs- tillögur eftir tilmæli byggðaráðs um lækkun viðhaldsáætlunar í samræmi við ramma.
d) Tillögur um framkvæmdir og fjárfestingar 2021-2024 - tillögur eftir ábendingar byggðaráðs.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti ofangreind vinnugögn og tillögur að breytingum á milli funda.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til áframhaldandi vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021-2024.

Byggðaráð - 963. fundur - 29.10.2020

a) Framkvæmdastyrkir til félaga

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:55 vegna vanhæfis.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu áfram fundinn undir þessum lið þar sem til umræðu voru framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga, sjá m.a. mál 202009134 og mál 202009070 í íþrótta- og æskulýðsráði þann 6. október s.l.

Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl.14:14.

b) Framkvæmdir og fjárfestingar 2021-2024

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:16.

Farið yfir tillögur að framkvæmdum og fjárfestingum 2021-2024 frá umhverfis- og tæknisviði og veitu- og hafnasviði eftir umfjöllun byggðaráðs, tilfærslur og lagfæringar sviða.

c) Búnaðarkaup

Farið yfir tillögur að búnaðarkaupum 2021 eftir niðurskurð sviða samkvæmt tilmælum byggðaráðs.

d) Erindi íbúa og tillögur fagráða

Farið yfir stöðu mála hvað varðar erindi frá íbúum, félögum og félagasamtökum, umfjöllun fagráða og niðurstöður.

e) Tillögur vinnubóka vs. rammar

Farið yfir stöðu tillagna að fjárhagsáætlun samkvæmt vinnubókum í samanburði við fjárhagsramma.

f) Afgreiðslur minnisblaða

f.1 Minnisblað frá Atvinnumála- og kynningarráði vegna beiðni um viðbótarframlag til kynningarmála næstu 3 ár.
f.2. Minnisblað frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna reksturs Félagslegra íbúða.

g) Launaáætlun og stöðugildi

Farið yfir stöðu launaáætlunar 2021 og yfirlit stöðugilda samkvæmt nýjustu keyrslu með breytingum sem kynntar voru á fundinum.

h) Þriggja ára áætlun

Rætt um þriggja ára áætlun, þróun íbúafjölda og aldursþróun íbúa, áhættugreiningu.

i) Fleira ?


Starfsáætlanir, gjaldskrár og það sem eftir verður af ofangreindu fimmtudaginn 5. nóvember n.k.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi íþrótta- og æskulýðsfélögum um endurskoðun framkvæmdaráætlunar, tillögur þurfa að liggja fyrir næsta fimmtudag. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.
b) - e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir kaupum á slökkvibíl árið 2022 í stað 2021 að upphæð 70 m.kr., að öðru leyti eru þessir liðir lagðir fram til kynningar. Lagt fram til kynningar.
f.1) Byggðaráð getur ekki orðið við beiðni Atvinnumála- og kynningarráðs um viðbótarframlag til kynningarmála.
f.2) Byggðaráð samþykkir að leiguverð íbúða hækki um 7% frá og með 1.1.2021 til að halda sem mest í við markaðsleigu í byggðarlaginu.
g) - i) lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

a) Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga 2021-2024.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu áfram fundinn undir þessum lið. Á 963. fundi byggðaráðs fól byggðaráð ofangreindum að funda með viðkomandi íþrótta- og æskulýðsfélögum um endurskoðun framkvæmdaráætlunar, með vísan í erindi frá Golfklúbbnum Hamar og Skíðafélagi Dalvíkur, mál 202009134 og mál 202009070 sem voru til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þann 6. október s.l.

Gísli Rúnar og Gísli fóru yfir meðfylgjandi minnisblað, dagsett þann 30.10. 2020, og gerðu grein fyrir fundi sínum með félögunum.

a) Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga;

a.1. Hestamannafélagið Hringur.
Tillaga;
Lagt til að Hestamennafélagið fái greiddan þann kostnað sem hefur fallið til árið 2020 og rest af styrk árið 2020 verði frestað (áætlun er 9.000.000). Framkvæmdum verði frestað um a.m.k. eitt ár og enginn styrkur greiddur árið 2021.

a.2. Skíðafélag Dalvíkur;
Lagt til að félagið fái allt að þessar þrjár milljónir á þessu ári vegna frumvinnu og öðrum framkvæmdum verði frestað og því ekkert fjármagn sem verði áætlað árið 2021 í uppbyggingu íþróttamannvirkja (var gert ráð fyrir 26.000.000 árið 2021)

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á lið a.3. kl. 14:25.
a.3. Golfklúbburinn Hamar:
Lagt til að félagið fái þessar tvær milljónir á þessu ári vegna frumvinnu sem og þessar sjö milljónir sem eru á áætlun á þessu ári. Einnig er lagt til að félagið fái eins mikið og svigrúm leyfir árið 2021. Árið 2021 var áætlaðar 10.000.000 í viðhald og framkvæmdir á vellinum.


Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 14:40.

b) Starfsáætlanir 2021 - uppfærðar.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:32.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfsáætlanir frá fagsviðum vegna fjárhagsáætlunar 2021.

b) Framkvæmdaáætlun og fjárfestingar 2021 - 2024 - lokatillaga

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærða framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2021-2024. Breytingar frá síðasta fundi er að búið er að taka út kaup á slökkviliðsbíl að upphæð 70 m.kr., færa kostnað vegna vinnu við að setja niður leiktæki að upphæð 2,5 m.kr. af rekstri Eignasjóðs. Til umfjöllunar einnig tillaga umhverfis- og tæknisviðs varðandi grisjun í Brúarhvammsreit og stígagerð.

c) Búnaðarkaup 2021, lokatillaga.

Engar breytingar hafa verið gerðar á meðfylgjandi tillögu að búnaðarkaupum á milli funda.

d) Viðhald Eignasjóðs 2021, lokatillaga.

Engar breytingar hafa verið gerðar á meðfylgjandi tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2021 á milli funda.

e) Stöðugildi 2021 og launaáætlun, lokatillaga.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir launaáætlun 2021 og áætlaðar breytingar á milli ára ásamt yfirliti yfir fjölda stöðugilda.
Einnig farið yfir áætluð laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir.

f) Tillögur að vinnubókum vs. fjárhagsrammar.

Farið yfir meðfylgjandi yfirlit að stöðu áætlana samkvæmt vinnubókum í samanburði við fjárhagsramma vinnubóka.

g) Erindi vegna fjárhagsáætlunar.

Rætt um stöðu mála - engar breytingar hafa komið fram á milli funda frá fagsviðum.

h) Þriggja ára áætlun; magnbreytingar.

Ekkert sem kom fram.
a)
a.1. Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
a.2. Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til gerðar fjárhagáætlunar 2021.
a.3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna breytinga á framkvæmdastyrkjum til íþrótta- og æskulýðsfélaga, eftir því sem við á.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum að starfsáætlunum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum að fjárfestinga- og framkvæmdum 2021-2024 til gerðar fjárhagsáætlunar.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að búnaðarkaupum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi þarfagreiningum launa og launaáætlun til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum að fjárhagsrömmum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 með þeirri breytingu að tillaga umhverfisráðs um aukinn styrk til Björgunarsveitarinnar á Dalvík verði lækkuð um 1,0 m.kr..
g) Lagt fram til kynningar.
h) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu við frumvarp að fjárhagsáætlun 2021-2024 en fyrri umræða mun fara fram 24. nóvember n.k. og tillaga að áætlun verður til umfjöllunar í byggðaráði þann 19. nóvember n.k.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn;
Starfsáætlanir 2021
Fjárfestingar og framkvæmdir 2021-2024
Viðhald Eignasjóðs 2021
Beiðnir um búnaðarkaup 2021
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 966. fundur - 19.11.2020

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022 -2024 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, með áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 966. fundi byggðaráðs þann 19.nóvember 2020 samþykkti byggðaráð að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 ásamt starfsáætlunin og ýmsum öðrum vinnugögnum.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.
Þórhalla Karlsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Síðari umræða er á áætlun 15. desember n.k.

Byggðaráð - 967. fundur - 26.11.2020

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt samhljóða að vísa henni til byggðaráðs á milli umræðna.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fylgja eftir þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum, til úrvinnslu á milli funda, með það að markmiði að minnka fjárfestingar, lántökur og útgjöld.

Atvinnumála- og kynningarráð - 59. fundur - 02.12.2020

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu á lykli 21500 - Risna, móttökur og kynningarmál.

Ljóst er að ekki fæst aukið fjármagn á lykilinn á næsta ári og því farið yfir hugmyndir yfir hvað sé hægt að gera í kynningarmálum fyrir þá fjárhæð sem gert er ráð fyrir á lykli 21500 á árinu 2021.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 968. fundur - 03.12.2020

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, í gegnum fjarfund TEAMS kl. 13:00.

a.1 Börkur Þór og Steinþór kynntu tillögur sínar að niðurskurði í fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir umhverfis- og tæknisvið og Eignasjóð.
a.2. Börkur Þór og Steinþór lögðu fram beiðni um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 vegna viðhalds Eignasjóðs samkvæmt fjárhags- og viðhaldsáætlunum 2020.
a.3. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir kostnaðaráætlun vegna áfanga 2 hvað varðar götulýsingu og óskar eftir heimild til að ráðstafa svigrúmi í áætlun ársins 2020 vegna endurnýjunar á lýsingu á skólalóðar Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Raftákni, samanber málsnúmer 201909134 frá 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september sl.

Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 14:02.

b) Tillögur sviðsstjóra vegna breytinga á fjárhagsáætlun á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til umræðu tillögur sviðsstjóra að hagræðingu og niðurskurði í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2023 að beiðni byggðaráðs.
a.1. Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðaráðs.
a.2. Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslur á milli deilda í viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
a.3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtingu fjárheimildar vegna götulýsingar 2020 í endurnýjun á lýsingu á skólalóð Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð. Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september var eftirfarandi bókað:
"201909134 - Sveitarstjórn - 327 (15.9.2020) - Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020
Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn samþykk tillögu umhverfisráðs, að verði svigrúm innan fjárhagsáætlunar að loknum áfanga eitt á endurnýjun götulýsingar, verði farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar Dalvíkurskóla og lóðar við Íþróttamiðstöðina að því marki sem fjármagn dugar til.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka við framkvæmdaáætlun með kostnaðarútreikningi þegar ofangreint liggur fyrir."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindu máli er því lokið án viðauka við framkvæmdaáætlun.
b) Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu á tillögum til næsta fundar sem er aukafundur mánudaginn 7. desember nk. kl. 16:15.

Byggðaráð - 969. fundur - 07.12.2020

Unnið að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 á milli umræðna í sveitarstjórn.

Farið yfir tillögur sviðsstjóra að hagræðingu og niðurskurði í rekstri og fjárfestingum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera breytingar á fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlunarlíkani í samræmi við niðurstöður byggðaráðs á fundinum.

Fræðsluráð - 254. fundur - 09.12.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu breytingar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 14:30 til annarra verkefna.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 á milli umræðna og helstu niðurstöður samkvæmt meðfylgjandi gögnum úr fjárhagsáætlunarlíkani.

Á 245. fundi félagsmálaráðs þann 8. desember s.l. var eftirfarandi bókað:
"Lagðar voru fram til kynningar hagræðingartillögur sviðsstjóra félagsmálasviðs vegna fjárhagsársins 2021
Félagsmálaráð hefur skilning á því að það þurfi að koma til niðurskurðar í fjármálum sveitarfélagsins en lýsir áhyggjum sínum yfir niðurskurðartillögum félagsmálasviðs og óskar eftir því að ekki þurfi að koma til niðurskurðar í liðum 1,3 og 4 í tillögum félagsmálastjóra. Félagsmálaráð vísar erindinu til byggðarráðs."

Með fundarboði fylgdu einnig eftirfarandi vinnugögn:
Uppfærður búnaðarlisti.
Uppfært yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2021-2024.
Yfirlit yfir breytingar á launaáætlun milli umræðna.
Yfirlit yfir fjölda stöðugilda 2021 og breytingar frá árinu 2020.
Samantekt sem sýnir þróun launakostnaðar 2019-2021.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum á lántökum sem gerðar voru á fundinum.
b) Með vísan í ofangreinda bókun félagsmálaráðs þá getur byggðaráð þvi miður ekki orðið við endurskoðun á fyrri niðurstöðum um hagræðingu og niðurskurð í rekstri. Fyrirhuguð er heildarskoðun á rekstri sveitarfélagsins þar sem ljóst er að þörf er á að rýna í starfssemi sveitarfélagsins heilt yfir miðað við niðurstöður úr áætlunum.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2020 var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.

Helstu niðurstöður 2021:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. - 56.424.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. - 50.881.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 142.959.500
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 60.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 195.126.000.

Helstu niðurstöður 2022:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -48.492.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -38.308.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 189.040.000.
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 110.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 195.126.000.


Helstu niðurstöður 2023:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -59.618.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -44.802.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 372.000.000.
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 280.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 213.963.000.

Helstu niðurstöður 2024:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -69.707.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -57.403.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 346.950.000.
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 255.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 217.303.000.

Einnig tók til máls: Guðmundur St. Jónsson.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.

Sveitarstjórn tekur undir þakkir sveitarstjóra til sviðsstjóra, stjórnenda og starfsmanna.