Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 965, frá 12.11.2020

Málsnúmer 2011016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liðir 1, 9, 10, 11, 12, 14, 15 og 16 eru sérliðir á dagskrá.
Til afgreiðslu:
Liður 6 og 18.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Á 326. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
  946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
  "Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
  Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

  Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

  Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag."

  Enginn tók til máls.
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sæki um að verða þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag fyrir árið 2021.


  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 965 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fresta þátttöku í ofangreindu verkefni og kannað verði með þátttöku á árinu 2022. Árið 2021 yrði þá notað til að kynna sér hvernig aðkoma sveitarfélagsins yrði að verkefninu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022.
 • Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu framkvæmdastjórnar að gjöf til starfsmanna sveitarfélagsins, umbun fyrir að standa vaktina á árinu, oft við mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður á erfiðum tímum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 965 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar, kostnaður rúmast innan deildar 21600 og er honum vísað þangað. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að kostnaði sé vísað á deild 21600.