Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess.
Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.

Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18


Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi.
Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Á 314. fundi umhverfisráðs þann 11. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.
Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18 Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi. Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi: Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13
Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is.
Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 315. fundi umhverfisráðs þann 8. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13 Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is. Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is. Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Hauganess.
Veitu- og hafnaráð vekur athygli á því að fyrirhugað deiliskipulag nær yfir hafnasvæðið á Hauganesi og óskar eftir því að haft verði samráð við ráðið varðandi þá uppbyggingu sem skipulagið mun taka til á hafnasvæðinu. Einnig er nauðsyn á því að færa inn á uppdráttinn þau mannvirki sem eru fyrir á svæðinu. Jafnframt óskar ráðið eftir því að mörk hafnasvæðis verði endurskoðað í tengslum við þá vinnu sem framundan er.
Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag.

Umhverfisráð - 322. fundur - 31.05.2019

Lögð fram til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi Hauganess samkvæmt gögnum frá Ágústi Hafsteinssyni Arkitekt.
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að gera breytingar á tillögunni á svæðum í kringum höfnina, tjaldsvæði, tengingu frá íbúðabyggð að hafnarsvæði og afmörkun verbúðalóða og dælustöðvar.
Lagt til að tillagan verði tekin fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.