Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess.
Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.

Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18


Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi.
Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Á 314. fundi umhverfisráðs þann 11. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.
Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18 Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi. Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi: Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13
Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is.
Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 315. fundi umhverfisráðs þann 8. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13 Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is. Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is. Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Hauganess.
Veitu- og hafnaráð vekur athygli á því að fyrirhugað deiliskipulag nær yfir hafnasvæðið á Hauganesi og óskar eftir því að haft verði samráð við ráðið varðandi þá uppbyggingu sem skipulagið mun taka til á hafnasvæðinu. Einnig er nauðsyn á því að færa inn á uppdráttinn þau mannvirki sem eru fyrir á svæðinu. Jafnframt óskar ráðið eftir því að mörk hafnasvæðis verði endurskoðað í tengslum við þá vinnu sem framundan er.
Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag.

Umhverfisráð - 322. fundur - 31.05.2019

Lögð fram til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi Hauganess samkvæmt gögnum frá Ágústi Hafsteinssyni Arkitekt.
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að gera breytingar á tillögunni á svæðum í kringum höfnina, tjaldsvæði, tengingu frá íbúðabyggð að hafnarsvæði og afmörkun verbúðalóða og dælustöðvar.
Lagt til að tillagan verði tekin fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 344. fundur - 20.11.2020

Til umræðu áframhaldandi vinna við deiliskipulag á Hauganesi. Undir þessum lið kom inn á fundinn Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kl. 09:54

Ágúst vék af fundi kl. 10:36
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að halda áfram skipulagsvinnu sem teknar verða fyrir á næsta fundi ráðsins.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu áframhaldandi vinna við deiliskipulag á Hauganesi. Undir þessum lið kom inn á fundinn Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kl. 09:54 Ágúst vék af fundi kl. 10:36
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að halda áfram skipulagsvinnu sem teknar verða fyrir á næsta fundi ráðsins."

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 347. fundur - 08.01.2021

Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi Hauganes.
Undir þessum lið koma á fundinn Ágúst Hafsteinsson kl 08:17

Ágúst vék af fundi kl. 09:59
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjafa að vinna tillöguna áfram samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Umhverfisráð - 349. fundur - 05.02.2021

Þann 15. janúar 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að hafin yrði vinna við deiliskipulag Hauganess.
Tekin var saman lýsing á skipulagsverkefninu þar sem fram kom hvaða áherslur sveitarstjórn hefði við deiliskipulagsgerðina auk upplýsinga um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Kynningarfundur á lýsingunni var haldinn í félagsheimilinu Árskógi 25. febrúar 2019
Lögð var fram af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt, tillaga að deiliskipulagi á Hauganesi.
Ágúst vék af fundi kl. 10:30
Umhverfisráð fór yfir tillögur að deiliskipulagi Hauganess, lagði fram nokkrar breytingatillögur og felur sviðsstjóra í samráði við skipulagsráðgjafa að vinna tillögurnar áfram og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
Lilja Bjarnadóttir vék af fundi kl. 10:34.

Umhverfisráð - 351. fundur - 08.04.2021

Með fundarboði fylgdu deiliskipulagstillögur að Hauganesi. Á norðursvæðinu er annars vegar gert ráð fyrir stórum lóðum, 10.000 til 20.000 m², og hins vegar minni lóðum frá ca. 3.500 og upp í 4.000 m².
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að vinna áfram með þá tillögu sem gerir ráð fyrir fimm lóðum að stærð frá 3.500 og upp í 4.000 m² og felur hönnuði að færa skipulagsmörk að þessari ákvörðun.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Dagbjört Sigurpálsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:48.

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8.apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu deiliskipulagstillögur að Hauganesi. Á norðursvæðinu er annars vegar gert ráð fyrir stórum lóðum, 10.000 til 20.000 m², og hins vegar minni lóðum frá ca. 3.500 og upp í 4.000 m².
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að vinna áfram með þá tillögu sem gerir ráð fyrir fimm lóðum að stærð frá 3.500 og upp í 4.000 m² og felur hönnuði að færa skipulagsmörk að þessari ákvörðun."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá.

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Tekið fyrir deiliskipulag Hauganess, íbúða- og hafnarsvæði.
Umhverfisráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að funda með skipulagsráðgjafa verkefnisins og koma áherslum ráðsins inn á deiliskipulagið með það að markmiði að klára deiliskipulagið í júní.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 356. fundur - 21.06.2021

Fyrir fundinum lá tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes sem unnið var af Ágústi Hafsteinssyni.
Ráðið fór yfir deiliskipulagstillöguna og lagði til lítilsháttar breytingar.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Hauganes og leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Á 356. fundi umhverfisráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes sem unnið var af Ágústi Hafsteinssyni. Ráðið fór yfir deiliskipulagstillöguna og lagði til lítilsháttar breytingar. Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Hauganes og leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Byggðaráð - 990. fundur - 01.07.2021

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 14:14.

Til kynningar staða á vinnu við deiliskipulag á Hauganesi en umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 21. júní samhljóða með fimm atkvæðum deiliskipulagið með lítils háttar breytingum og lagði til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýstur hefur verið kynningar- og umræðufundur meðal íbúa vegna deiliskipulagsins og verður hann haldinn í Árskógi þriðjudaginn 6. júlí nk. kl. 17:00.

Rætt var um deiliskipulagið og minni háttar atriði sem koma þá til umræðu á kynningarfundinum, t.d. mikilvægi þess að gera ráð fyrir flóttaleið frá hafnarsvæðinu með ströndinni að gatnamótum við Nesveg.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:54.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 359. fundur - 19.07.2021

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri og Ágúst Hafsteinsson, skipulagsráðgjafi sátu fundinn.
Þann 6. júlí sl. var haldinn kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes. Fundurinn var haldinn í Árskógi og þangað mættu yfir 40 manns. Fyrir fundi umhverfisráðs lá fundargerð frá íbúafundinum í Árskógi og þær sjö skriflegu athugasemdir sem bárust að fundinum loknum.
Umhverfisráð fór yfir innkomnar ábendingar og athugasemdir ásamt fundargerð frá íbúafundinum. Gerðar voru breytingar frá fyrri tillögu að deiliskipulagi þar sem tekið er tillit til ábendinga og athugasemda. Breytingarnar má sjá í meðfylgjandi skjali.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Ágúst Hafsteinsson arkítekt og skipulagsráðgjafi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafseinssyni hjá Form ráðgjöf ehf. Deiliskipulagstillagan samanstendur af uppdrætti dagsettum 22. nóvember 2021 og greinargerð.
Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafseinssyni hjá Form ráðgjöf ehf. Deiliskipulagstillagan samanstendur af uppdrætti dagsettum 22. nóvember 2021 og greinargerð. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:

Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes er samanstendur af uppdrætti dagsettum 22. nóvember 2021 og greinargerð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð - 369. fundur - 04.03.2022

Lagðar fram þær athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu að deiliskipulagi fyrir Hauganes auk breytingartillagna frá skipulagsráðgjafa.
Umhverfisráð fór yfir athugasemdirnar og framlagðar breytingartillögur. Í ljósi þess að auglýsa þarf aðalskipulagsbreytingu fyrir Hauganes upp á nýtt leggur umhverfisráð til að tekið verði tillit til innsendra athugasemda við deiliskipulagstillöguna og að uppfærð tillaga verði lögð fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Lilja Bjarnadóttir sat fundinn í fjarfundi.
Ágúst Hafsteinsson, skipulagsráðgjafi sat fundinn undir fyrstu tveimur liðunum.
Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafsteinssyni skipulagsráðgjafa. Fyrri deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes var samþykkt í sveitarstjórn þann 14. desember 2021 og var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 20. desember til 14. febrúar 2022. Á auglýsingatíma bárust athugasemdir frá 14 aðilum sem sumar hverjar gáfu tilefni til breytinga sem varð til þess að ákveðið var að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu.
Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafsteinssyni skipulagsráðgjafa. Fyrri deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes var samþykkt í sveitarstjórn þann 14. desember 2021 og var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 20. desember til 14. febrúar 2022. Á auglýsingatíma bárust athugasemdir frá 14 aðilum sem sumar hverjar gáfu tilefni til breytinga sem varð til þess að ákveðið var að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes.
Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022.
Alls bárust 12 umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með minni háttar lagfæringum og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 12 umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með minni háttar lagfæringum og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Forseti sem fór yfir samantekt athugasemda.
Helgi Einarsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.2022 þar sem endanleg gögn með endanlegri útfærslu bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar.

Byggðaráð - 1031. fundur - 06.07.2022

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 12 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með minni háttar lagfæringum og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tóku: Forseti sem fór yfir samantekt athugasemda. Helgi Einarsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.2022 þar sem endanleg gögn með endanlegri útfærslu bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar. Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn með endanlegri útfærslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hauganes. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.