Byggðaráð

965. fundur 12. nóvember 2020 kl. 13:00 - 16:39 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Lög um neyðarástand í sveitarfélagi

Málsnúmer 202003095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 5. nóvember 2020, þar sem fram kemur að ráðherra hefur í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga framlengt heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021 til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. Heimildin gildir til 10. mars 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt sveitarstjórnar Dalvikurbyggðar frá 27.10.2020 um að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess verði framlengd eða til 10. mars 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.

2.Frá Þjóðskjalasafni Íslands; Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna

Málsnúmer 202011016Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskjalasafni Íslands, dagsettur þann 3. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðilia. Frestur til að skila inn umsögn við regludrögin er til og með 4. desember 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla til skoðunar og kynningar á næsta fundi fræðsluráðs.

3.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

Málsnúmer 202011033Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 5. nóvember 2020, frá nefndasviði Alþingis þar sem Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. nóvember n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samráðs við önnur sveitarfélög á svæðinu um bókun, frestað til næsta fundar.

4.Baráttuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá ofangreindum baráttuhópi, samanber rafpóstur dagsettur þann 3. nóvember 2020, þar sem
Reynir Már Sigurvinsson, Laufey Guðmundsdóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir, fyrir hönd allra smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu um allt land senda út yfirlýsingu ásamt kröfum og tillögum. Undir yfirlýsinguna hafa skrifað 211 aðilar í ferðaþjónustu og undirskriftum fjölgar stöðugt.

Óskað er eftir því að sveitarstjórnir taki sig saman og standi þétt að baki íbúa sinna og fyrirtækjanna / rekstrarins sem þeir hafa komið á fót síðustu ár og áratugi og hafa glætt sveitir landsins lífi, skapað vinnu, aukið á sjálfbærni og ýtt undir nýsköpun í heimabyggð og setji þrýsting með hópnum á stjórnvöld, dýpki skilning þeirra á mikilvægi ferðaþjónustu og afleiddra starfa fyrir landið í heild og þörfina á tímanlegum og tryggum áætlunum og aðgerðum.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Þátttakendur í degi um fórnarlömb umferðarslysa

Málsnúmer 202011035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 26. október 2020, þar sem fram kemur að árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember n.k. Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Rík hefð er fyrir því að færa starfsstéttum sem annast björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.
Lagt fram til kynningar.

6.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 326. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sæki um að verða þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag fyrir árið 2021.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fresta þátttöku í ofangreindu verkefni og kannað verði með þátttöku á árinu 2022. Árið 2021 yrði þá notað til að kynna sér hvernig aðkoma sveitarfélagsins yrði að verkefninu.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202009062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011058Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Beiðni um viðauka vegna tekna Hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 202011019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 3. nóvember 2020, þar sem fram kemur að
til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár var gengið að því vísu að um tíðari landanir yrði að ræða á þessu ári Þetta hefur ekki gengið eftir þó var september góður mánuður hvað lönduðum afla áhrærir hér á Dalvík.
Tekjur af aflagjaldi stefna á að lækka um kr. 11.000.000,- og einnig hefur farþegagjald, sem eru tekjur af hvalaskoðun, lækkað um kr. 5.000.000,-. Þetta eru þeir tveir einstöku tekjuliðir sem mestu breytingar hafa tekið.

Að framansögðu er óskað eftir viðauka til lækkunar á tekjum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 16.000.000,-, sjá viðhengi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 16.000.000, deild 41010, lækkun tekna annars vegar um 11.000.000 á lið 0248 og hins vegar um 5.000.000 á lið 0261 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til sveitarstjórnar.

10.Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna fjárfestinga 2020, Dalbær

Málsnúmer 202011042Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á fjárfestingum. Gert var ráð fyrir 40 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2020 til framkvæmda við Dalbæ en samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra og stjórn verður ekki fjárfest nema fyrir helming þeirrar upphæðar fyrir áramót, eða 20 milljónir króna.

Því er sótt um viðauka upp á 20 milljóna króna lækkun á fjárfestingum, málaflokkur 32200 lykill 11500. Viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

Einnig verði þriggja ára áætlun breytt þannig að framlag til Dalbæjar vegna fjárfestinga ársins 2022 verði 20 milljónir króna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 20.000.000 vegna lækkunar á fjárfestingaáætlun 32200-11500 og hækkun á handbæru fé um sömu upphæð, vísað til sveitarstjórnar.

11.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka v. framkvæmdastyrkt til Hestamannafélagsins

Málsnúmer 202011049Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem lagt er til að fjárfestingarstyrkur til Hestamannafélagsins Hrings verði lækkaður um 9,0 m.kr á árinu vegna frestunar á framkvæmdum, deild 32200 og lykill 11603. Um er að ræða heildarendurskipulagningu á uppbyggingu íþróttamannvirkja í kjölfarið á Covid19 faraldri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.000.000 lækkun á deild 32200, lykill 11603 og hækkun á handbæru fé um kr. 9.000.000, vísað til sveitarstjórnar.

12.Fjárhagsáætlun 2020; heildarviðauki III og útkomuspá

Málsnúmer 202010103Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður úr heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020 og forsendur þar að baki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020 eins og hann liggur fyrir og breytingum á forsendum til sveitarstjórnar.

13.Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2020

Málsnúmer 202011057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2020.

Lagt fram til kynningar og byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að kynna skýrslu Byggðastofnunar á vef sveitarfélagsins til upplýsingar fyrir íbúa.

14.Fasteignaálagning 2021

Málsnúmer 202006091Vakta málsnúmer

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kom á fundinn í gegnum fjarfund TEAMS kl. 14:18 vegna annarra starfa.


Samkvæmt vinnu við fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt. Fyrir liggja tillögur að gjaldskrá vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu vegna ársins 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að álagningarhlutföll fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og vísar tillögu að fasteigna- og þjónustugjöldum 2021 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

15.Útsvar - ákvörðun fyrir árið 2021

Málsnúmer 202010122Vakta málsnúmer

Samkvæmt vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þá er gert ráð fyrir að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára eða 14,52%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að útsvarsprósenta milli áranna 2020 og 2021 verði óbreytt, eða 14,52%.

16.Frá vinnuhópi um endurskoðun mannauðsstefnu

Málsnúmer 202008027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 14:30, en þau ásamt Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, ráðgjafa, unnu að endurskoðun Mannauðsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð ásamt starfsmannahandbók og stjórnendahandbók. Einnig kom sérstakur rýnihópur starfsmanna að málum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar sem byggðaráð staðfesti á fundi sínum þann 27. ágúst s.l. ásamt handbókum og öllum fylgigögnum.

Eyrún, Gísli viku af fundi kl. 15:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Byggðaráð færir vinnuhópnum og rýnihópnum bestu þakkir fyrir mikla og góða vinnu.

17.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020; stytting vinnuvikunnar- staða mála - o.fl.

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, áfram fundinn.

Starfs- og kjaranefnd, sveitarstjóri, launafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvis, gerðu grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 10.11.2020 og stöðu mála hvað varðar vinnu við samkomulög um styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamningum.

Til umræðu útfærslur á samkomulögum um styttingu vinnuvikunnar í stofnunum og deildum sveitarfélagsins og hvernig hægt er að mæta þeim áskorunum sem stjórnendur og starfsmenn standa frammi fyrir án þess að til komi kostnaðarauki og/eða aukið álag.

Rúna Kristín vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð felur starfs- og kjaranefnd áframhaldandi vinnu við samkomulög um styttingu vinnuvikunnar í samræmi við umræður á fundinum.

18.Covid-19; tillaga um gjafir

Málsnúmer 202003111Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu framkvæmdastjórnar að gjöf til starfsmanna sveitarfélagsins, umbun fyrir að standa vaktina á árinu, oft við mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður á erfiðum tímum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar, kostnaður rúmast innan deildar 21600 og er honum vísað þangað.

19.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu við frumvarp að fjárhagsáætlun 2021-2024 en fyrri umræða mun fara fram 24. nóvember n.k. og tillaga að áætlun verður til umfjöllunar í byggðaráði þann 19. nóvember n.k.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn;
Starfsáætlanir 2021
Fjárfestingar og framkvæmdir 2021-2024
Viðhald Eignasjóðs 2021
Beiðnir um búnaðarkaup 2021
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:39.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs