Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Fyrirhugað deiliskipulag Fólkvangs til umræðu og fyrirhuguð kynning fyrir íbúum.
Umhverfisráð ákveður að kalla til hagsmunaaðila á svæðinu á næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 298. fundur - 01.12.2017

Til kynningar uppfærð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs.

Samþykkt með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar uppfærð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs. Samþykkt með fimm atkvæðum".

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Til umræðu samantekt skipulagsráðgjafa eftir íbúafund sem haldin var 14. desember 2018 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Einnig voru lagðar fram ábendingar sem bárust á auglýsingatíma.
Umhverfisráð leggur til að skipulagsráðgjöfum verði falið að vinna drög að deiliskipulagi.
Ráðið óskar eftir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni.
1. Ekki verði gert ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum,
þar sem vilji íbúa í íbúakosningu er virtur.
2. Endurskoða efri hluta vélsleðaleið.
3. Fella út skjólbelti upp með skíðalyftum.
4. Fella út skautasvell á Stórhólstjörn.
5. Bæta við fleiri upplýstum stígum norðan við Brekkuselsveg.
6. Fella út tillögu A um staðsetningu á stólalyftu samþykkt.
6. Fella út tillögu A um staðsetningu á barnalyftu samþykkt.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Með innsendu erindi dags. 18. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs vegna skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag útfrá þeim hagsmunum sem snýr að ráðinu.

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Undir þessum lið kom á fund umhverfisráðs Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi kl 16:17
Lögð fram drög að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu.
Lilja vék af fundi kl: 17:15

Umhverfisráð þakkar Lilju fyrir kynninguna og óskar eftir uppfærðum gögnum fyrir næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 324. fundur - 06.08.2019

Til umræðu krafa vegna reglna um um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir mati minjavarðar á frekari skráningu.

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 9. september 2019, samantekt vegna tilboðs í fornleifaskráningu. Samkvæmt nýjum reglum um fornminjaskráningu þarf mun ítarlegri skráningu en þá sem til er fyrir bæði deiliskipulag Fólkvangsins og eins sumarbústaðabyggðina að Hamri. Óskað er eftir því að kostnaður vegna þessarar vinnu verði færður á lykla 09230, deiliskipulag og 09240, aðalskipulag þar sem vinna við fyrrgreind skipulög strandar á fornminjaskráningunni.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs komi á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið.

Byggðaráð - 919. fundur - 19.09.2019

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:16 og sat fundinn undir liðum 3 og 4.

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 9. september 2019, samantekt vegna tilboðs í fornleifaskráningu. Samkvæmt nýjum reglum um fornminjaskráningu þarf mun ítarlegri skráningu en þá sem til er fyrir bæði deiliskipulag Fólkvangsins og eins sumarbústaðabyggðina að Hamri. Óskað er eftir því að kostnaður vegna þessarar vinnu verði færður á lykla 09230, deiliskipulag og 09240, aðalskipulag þar sem vinna við fyrrgreind skipulög strandar á fornminjaskráningunni.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs komi á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið."

Börkur fór yfir nýjar reglur um fornminjaskráningu og nauðsyn þess að farið sé í skráningu áður en deiliskipulagsvinnu lýkur. Einnig stöðu á vinnu við deiliskipulög í sveitarfélaginu og endurskoðun aðalskipulags.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að kostnaður vegna fornleifaskráningar í Böggvisstaðafjalli fari á 09240, aðalskipulag, og komi til framkvæmda á árinu 2019. Gert sé ráð fyrir kostnaði við fornleifaskráningu í sumarbústaðabyggðinni að Hamri á næsta fjárhagsári.

Umhverfisráð - 337. fundur - 08.05.2020

Vinna við deiliskipulag fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli, sem hófst í desember 2018 með skipulagslýsingu og íbúafundi, hefur verið í biðstöðu, en er komin vel á veg. Í haust var unnin deiliskráning fornleifa á svæðinu. Skipulagsvinnan hefur því verið endurvakin og voru drög að skipulagi kynnt á fundinum.
Undir þessum lið kynnir Lilja Filippusdóttir gögn málsins kl. 08:21.
Lilja vék af fundi kl. 09:00.
Stefnt er að því að halda samráðsfund með stjórn skíðafélags Dalvíkur mánudaginn 18. maí kl. 20:00.
Skipulagsráðgjafa er falið að vinna drögin áfram á tillögustig.

Umhverfisráð - 340. fundur - 04.09.2020

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu. Undir þessum lið kom inn á fundinn í fjarfundarbúnaði Lilja Filippusdóttir kl:09:05 og kynnti drögin.
Lilja vék af fundi kl. 09:34
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur sviðsstjóra að kynna þau íbúum sveitarfélagsins sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020

Á 340. fundi umhverfisráðs þann 4. september 2020 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu. Umhverfisráð gerði ekki athugasemd við drögin og samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að kynna þau íbúum sveitarfélagsins sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um kynningu á drögum að deiliskipulagi fólksvangs í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Til kynningar leyfisbréf frá UST vegna hjólastíga í fólkvanginum.
Lagt fram til kynningar

Veitu- og hafnaráð - 99. fundur - 07.10.2020

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla fyrir fólkvanginn í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð. Kynningin er nú kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Óskað er eftir umsögn veitu- og hafnarráðs um meðfylgjandi drög fyrir 19. október 2020.

Veitu- og hafnaráð kynnti sér framlögð gögn.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu fyrir fólkvanginn í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Til kynningar og umræðu ábendingar, athugasemdir og umsagnir vegna kynningar á drögum að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli og umhverfisskýrslu.
Undir þessum lið kom Lilja Fillipusdóttir skipulagsráðgjafi inn á fundinn kl. 09:01 og fór yfir samantekt á ábendingum, athugasemdum og umsögnum.
Lilja vék af fundi kl. 10:01
Umhverfisráð þakkar innsendar athugsemdir, ábendingar og umsagnir og felur skipulagsráðgjafa að gera þær breytingar á tillögunni sem farið var yfir á fundinum og deiliskipulagstillögu fyrir næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 344. fundur - 20.11.2020

Til umræðu vinnslutillögur deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Undir þessum lið kom Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi inn á fundinn kl. 09:04 og fór yfir breytingar frá fyrri drögum.
Lilja vék af fundi kl. 09:44
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjafa að uppfæra vinnslutillögu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu vinnslutillögur deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Undir þessum lið kom Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi inn á fundinn kl. 09:04 og fór yfir breytingar frá fyrri drögum. Lilja vék af fundi kl. 09:44
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjafa að uppfæra vinnslutillögu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfsiráðs um að skipulagsráðgjafa verði falið að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli og leggja fram skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 100. fundur - 02.12.2020

Til umsagnar tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli ásamt umhverfisskýrslu.
Veitu- og hafnaráð vekur athygli á því að í fyrirliggjandi tillögu að umræddu deiliskipulagi er gert ráð fyrir töluverðri innviðauppbyggingu á skipulagssvæðinu sem snýr beint að veitum Dalvíkurbyggðar. Sem dæmi má nefna að við byggingareit B-6 er gert ráð fyrir rotþró, en þar sem sá byggingarreitur er í um 200m hæð getur orðið erfitt að þjónusta hana. Auk þessa er gert ráð fyrir töluverðri aukningu á byggingamagni sem núverandi stofnlagnir hita- og vatnsveitu hafa ekki burðargetu til að anna.

Umhverfisráð - 348. fundur - 21.01.2021

Tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 3. desember 2020 með athugasemdafresti til 13. janúar 2021. Fjórar umsagnir og þrjár ábendingar/athugasemdir bárust á auglýsingartímanum:

Nafn/stofnun: Umsögn umhverfisstofnunar
Athugasemd: Votlendi,vegslóðar
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir raski á votlendi, vegslóðar verða flokkaðir og settir inn í endurskoðað aðalskipulag.


Nafn/stofnun: Umsögn Minjastofnunar
Athugasemd: Vitnað í þjóðminjalög í stað laga um menningarminjar í greinargerð
Afgreiðsla: Lagfært.

Nafn/stofnun: Umsögn Vegagerðarinnar
Athugasemd: Tenging bílastæða við veg, aðskilnaður milli rútustæða og vegar og samráð um útfærslu stíga
Afgreiðsla: Lagfært og samráð haft um stíga.

Nafn/stofnun: Umsögn Veitu- og hafnarsviðs Dalvíkurbyggðar
Athugasemd: Bent á að núverandi veitukerfi hefur ekki burði til að þjónusta þá innviðauppbyggingu sem gert er ráð fyrir
Afgreiðsla: Þegar kemur til þeirrar uppbyggingar sem gert er ráð fyrir verður ráðist í nauðsynlegar endurbætur á lagnakerfi svæðisins.

Nafn/stofnun: Miðgarður akstursíþróttafélag
Athugasemd: Óskað er eftir að bætt verði við vélsleðaleið við suðurenda Dalvíkur að núverandi vélsleðaleið.
Afgreiðsla: Vélsleðaleið verður bætt við sunnan og vestan byggðar samkvæmt óskum Miðgarðs.

Nafn/stofnun: Jón Arnar Sverrisson
Athugasemd: Merking gönguskíðaleiða og stærð skógræktarsvæðis.
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir að merkja gönguskíðaleiðir sérstaklega, afmörkun skógræktarsvæðis verður endurskoðuð.

Nafn/stofnun: Lilja Ólafsdóttir
Athugasemd: Breytt fyrirkomulag stíga þannig að ekki sé gert ráð fyrir samnýtingu gangandi og hestamanna og tafla 4.1 í umhverfisskýrslu greinargerðarinnar verði uppfærð og gert ráð fyrir að fram komi mat á hávaðamengun frá snjóframleiðslu.
Afgreiðsla: Þeir stígar sem gert er ráð fyrir samnýtingu gangandi og hestamanna eru nýttir þannig í dag og gert ráð fyrir því áfram. Tafla 4.1 í umhverfisskýrslu greinargerðarinnar verður uppfærð.

Nafn/stofnun: Sveinn Brynjólfsson
Athugasemd: Lega vélsleðaleiðar norðan Löngulautar, Skógrækt norðan við neðri lyftu og merking gönguskíðabrauta. (Þessi athugsemd kom eftir að fjallað hafði verið um skipulagsdrög og áður en skipulagstillagan var auglýst).
Afgreiðsla: Legu vélsleðaleiða hefur verið breytt í samræmi við óskir bréfritara, skógrækt norðan neðri lyftu er ekki lengur á skipulagsuppdrætti. Ekki er gert ráð fyrir að merkja gönguskíðaleiðir sérstaklega.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna með smávægilegum breytingum að teknu tilliti til athugasemda.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að senda umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemd svar með afgreiðslu nefndarinnar. Einnig er honum falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð samþykkir tillöguna með smávægilegum breytingum að teknu tilliti til athugasemda. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að senda umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemd svar með afgreiðslu nefndarinnar. Einnig er honum falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fólkvangs og afgreiðslu umhverfisráðs um að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.