Breytingar á gildandi deiliskipulagi Skáldalækjar-Ytri

Málsnúmer 202011086

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 344. fundur - 20.11.2020

Lóðarhafar og landeigandi Skáldalæks sækja um leyfi til þess að fá að leggja fram tillögu að breytingum á núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skáldalæks, svæði 660-F. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í formi deiliskipulagsuppdráttar dags. 14.11.2020 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt og Guðmundi Gunnarssyni ráðgjafa. Auk þess er lagt fram undirritað samþykki allra fjögurra lóðarhafa ásamt landeiganda fyrir breytingunum.

Í deiliskipulagstillögunni er lagt til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á núgildandi deiliskipulagi:

1. Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m².
2. Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir.
3. Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum.
4. Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m².
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftifarandi bókað:
"Lóðarhafar og landeigandi Skáldalæks sækja um leyfi til þess að fá að leggja fram tillögu að breytingum á núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skáldalæks, svæði 660-F. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í formi deiliskipulagsuppdráttar dags. 14.11.2020 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt og Guðmundi Gunnarssyni ráðgjafa. Auk þess er lagt fram undirritað samþykki allra fjögurra lóðarhafa ásamt landeiganda fyrir breytingunum. Í deiliskipulagstillögunni er lagt til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á núgildandi deiliskipulagi:
1. Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m².
2. Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir.
3. Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum.
4. Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m².
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skáldalæks, svæði 660-F, í formi deiliskipulagsuppdráttar dags. 14.11.2020 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt og Guðmundi Gunnarssyni ráðgjafa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

Umhverfisráð - 347. fundur - 08.01.2021

Þann 24. nóvember 2020 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðisins Skáldalæks-Ytri skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni eru eftirfarandi breytingar gerðar frá gildandi deiliskipulagi:
1.
Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m².
2.
Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir.
3.
Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum.
4.
Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m².

Kynningargögn voru send á einn aðila, Guðnýju Pétursdóttur og staðfesti hún samþykki sitt með undirritun sinni.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð.
Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 347. fundi umhverfisráðs þann 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Þann 24. nóvember 2020 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðisins Skáldalæks-Ytri skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni eru eftirfarandi breytingar gerðar frá gildandi deiliskipulagi: 1. Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m². 2. Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir. 3. Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum. 4. Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m². Kynningargögn voru send á einn aðila, Guðnýju Pétursdóttur og staðfesti hún samþykki sitt með undirritun sinni.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi frístundasvæðisins Skáldalæks-Ytri og samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.